Gjafabréf í hundaskólann

Tilvalið að gefa góðar venjur og þjálfun í jólagjöf handa hundanördinum. Hægt er að velja upphæð sem hentar og getur þá handhafi notað það sem inneign á öll námskeið hjá okkur. Einnig er hægt að gefa t.d. grunnnámskeið, framhaldsnámskeið, eða Nosework námskeið já eða einkatíma og lífsleikni ef hundurinn er með vandamál sem þarf að vinna með.  Það þarf ekki að panta námskeiðið sérstaklega heldur getur handhafi pantað það þegar hentar enda gildir gjafabréfið í 1 ár. Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreitt en það má selja það áfram á annan aðila gegn því að þið látið okkur vita um nýjan handhafa. 

Hvaða upphæð á að velja?
En ekki hafa áhyggjur ef þú velur “rangt” námskeið er alltaf hægt fyrir handhafa að breyta og velja annað námskeið og nota þá bara upphæðina sem inneign.

Sniðug verðdæmi:
10.000 kr eða 20.000 kr  inneign í valfrítt námskeið.
Grunnnámskeið fyrir 45.000kr. (hægt að panta hópanámskeið eða einkanámskeið)
Framhaldsnámskeið fyrir 26.000kr. (framhald af grunnnámskeiðinu okkar)
NoseWork 24.000kr. ( Lykta námskeið sem er mjög skemmtileg íþrótt fyrir hund og eiganda að stunda saman)
Táningastælanámskeið 45.000kr ( henta fyrir hundinn sem er alveg að gera eigandann gráhærðann)
Lífsleikninámskeið: 48.000kr (4 klst einkatímar pakki + fyrirlestrar til að vinna með vandamál)
2 klst einkatími: 22.000kr (hentar fyrir bæði þjálfun eða vandamál)

 

Til að panta gjafabréf byrjar þú á að fylla út upplýsingar hér að neðan. Svo sendum við þér póst tilbaka með greiðslu upplýsingum. Eftir greiðsluna græjum við gjafabréfið eins og myndin af ofan og færð það sent í tölvupósti. 

Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið, td. VR og Efling allt að 50%. Passið þá að greiðandi sé sá sem ætlar að nýta styrkinn. 

Panta gjafabréf hér