Næstu námskeið.
- 3. febrúar mán/miðvikudagshópar 4 til 5 hópar kl. 16, kl. 17, kl. 18, kl. 19, kl.20 ( *uppfært 26/1: biðlisti í alla hópa)
- 4. mars þriðjudaga og fimmtudagskvöld kl. 17, kl. 18, kl. 19, kl. 20 Biðlisti
- 24. mars mán/miðv. kvöldhópar (með páskafríi) kl. 17, kl. 18, kl. 19 fyrir hvolpa og smáhundateg.
- 24. mars mán/miðv. kvöldhópar (með páskafríi) kl. 20 hópur fyrir stórhundateg og eldri
- 6. apríl Hádegis-hópur kl. 12. þrið/fimt *ef það er næg þátttaka.
- 27. apríl þrið/fimt kvöldhópar
- 17. maí mán/miðv. kvöldhópar
- 25. maí Hádegis-hópur kl. 12. þrið/fimt *ef það er næg þáttaka.
- 22. júní þrið/fimt kvöldhópar (tekur sumafrí frá og með 17.júlí til 9. ágúst) síðasti tíminn 26. ágúst.)
- 3. júlí (óstaðfest) sumar-intens í júlí/ágúst. frekari uppl. síðar.
- 9. ágúst mán/miðv. kvöldhópar
Námskeiðið eru 14 verkleg skipti, tvisvar í viku, bóklegir tímar eru í fyrirlestrum á netinu. Um er að ræða 5 fyrirlestra sem eru ca 1 klst. á lengd. sem fjalla um merkjamál hunda og fleira. Horfa þarf á fyrsta fyrirlestur áður en fyrsti tíminn byrjar. Þið fáið aðgang að þeim ca viku fyrir byrjun námskeiðs.
Ath vegna Covid
Við munum halda 2 metra fjarlægð og takmarka fjölda sem mætir með hverjum hundi. Hver hundur fær afmarkað svæði til að æfa inni í skólanum.
Þegar eru hertar aðgerðir í gangi getur verið að við frestum og/eða setjum tíma í fjarkennslu. Sé þörf á að pása þátttöku (v/sóttkví eða smits) fær viðkomandi að færa sig á næsta námskeið.
Fyrir alla hunda
Allar tegundir hafa gott af því að fara á námskeið hjá okkur, bæði smáhunda- og stórhundategundir. Allir hundar fá sitt rými til að vinna á með sínu fólki. Hundarnir fá ekki að heilsa eða leika við hvern annan nema allir vilja (*sjá nánar).
Öll fjölskyldan er velkomin með á námskeiðið.
Kennt er með jákvæðum aðferðum sem byggjast á nýjustu rannsóknum um atferli hunda.Til þess að fá afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjarfélögum sem bjóða upp á slíkt þarf að hafa 80% mætingu og klára námskeiðið með bóklegu og verklegu prófi.
Eftir merkjamáls fyrirlesturinn hefur eigandi lært á merkin og getur því byrjað að meta það hvernig persónuleika hans hundur er með, hvað hann vill og ekki vill.
Leiðbeinandi á námskeiðinu þarf smá tíma til þess að kynnast hundunum og meta það í samráði við eigenda hvað hundurinn hans vill.
Einnig er tekið tillit til tegundar og stærðar hundanna. Ekki allar tegundir passa saman í leik. Hundategundir leika mismunandi og því mikilvægt að velja rétta leikfélaga.
Við getum sagt að hver hundur þarf að eignast nokkra (kannski um 10 hunda) leikfélaga strax frá því þú færð hann í hendur og leika oft, helst í hverri viku áður en hann verður kynþroska, þetta er til þess að byrja að kenna honum að ókunnugir hundar eru ekki hættulegir, heldur bara skemmtilegir.
Þetta á líka við smáhundategundir, og í raun mikilvægara að, sem dæmi Chihuahua, fái leikfélaga og þá að sjálfsögðu í sömu stærð strax í byrjun og hafi náð að þróa eðlileg samskipti við aðra hunda áður en þeir verða kynþroska sem gerist fljótt hjá þessari tegund eða í kringum 5-6 mánaða.
Í stað þess að „leika, leika, leika“ þangað til þeir detta niður af þreytu, er sniðugt að leika smá og eftir það eru þeir teknir í slökun áður en þeir fá að leika aftur.
Slökunin getur verið þannig að hundurinn er í fangi eiganda eða á milli fótanna og eigandi heldur föstum tökum um axlir hundsins þannig að hann nær ekki að koma sér burt. Þvinguð hvíld svo að segja. Þegar hundarnir eru orðnir rólegir í þessari stöðu, þá fá þeir að fara að leika aftur. Þetta er svo endurtekið á kannski fimm mínútna fresti á meðan leik stendur. Eftir nokkur skipti fara hundarnir að læra að þeir þurfi að slappa af til þess að fá að halda áfram í leik. Þetta er mjög gott fyrir hundinn að læra sem ungur hvolpur því við getum við notað þetta í öðrum aðstæðum þar sem hann þarf að slappa af í áreiti. Sem dæmi á biðstofu hjá dýralækni, hundasýningar, námskeið, já eða bara í heimsókn hjá ömmu sem vill ekki svona æsing heima hjá sér.
Verð
Verð innifelur klikker. Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið.
Tilboð fyrir hvolpa: Panta Grunnnámskeið og Krílahvolpatíma saman sjá hér.
Staðsetning
Eldri hundaeigandi sem hafði átt hunda alla tíð, sagði í lok námskeiðs: „Veistu, eftir þetta námskeið skil ég loksins af hverju gamli hundurinn minn var eins og hann var“.
Uppbygging námskeiðs
- að lesa merkjamál hunda, hvernig þeir tjá sig við okkur og við aðra hunda. Hvað er eðlilegur leikur og hvað er það ekki.
- að þekkja stresseinkenni, hvað stressar og hvernig þú getur komið í veg fyrir stress.
- inn á hvernig hundar læra, hvernig þeir lesa okkur, sem sagt atferli hunda.
- að vinna með hundinum þínum svo honum finnist skemmtilegast í heimi að vinna með þér.
- hvernig þú styrkir jákvæða hegðun og hvernig þú kemur í veg fyrir óæskilega hegðun.
- að nota klikker (innifalinn) sem þjálfunartæki og lærir að nota lokka, móta og grípa aðferðirnar.
Þú gætir hreinlega kynnst hundinum þínum upp á nýtt
Á námskeiðinu kennir þú hundinum þínum
- að hlusta á fólkið sitt, bæði þig og aðra í fjölskyldunni sem vilja vera með og þjálfa hundinn.
- að gera þessar grunnæfingar sem eru nauðsynlegar til að hversdagslífið verði þægilegt.
- að slappa af í áreiti! Það er svo mikilvægt að hundurinn geti slappað af þó það sé gaman og þó það séu aðrir hundar nálægt honum.
- að vera í áreiti og geta samt sem áður hlustað og gert æfingar.
- að læra að læra, hundar sem hafa aldrei lært neitt þurfa sérstaklega að æfa heilann sinn í að læra, það er hægt að kenna gömlum hundi að sitja svo að segja.
- að láta hluti vera eða bíða eftir lausnarorði. Sumt er alltaf bannað, það lærir hundurinn án þess að við þurfum stöðugt að segja bannorðið. Aðrir hlutir sem er meira óljóst hvort má eða ekki, þar lærir hann á bannorð.
- að flaðra ekki upp á fólk.
- að sýna kurteisishegðun við ýmislegt. Sem dæmi að í stað þess að væla/gelta/krafsa/glefsa eða haga sér á annan átt illa þegar hann „vill eitthvað“ þá lærir hann að vera rólegur og biðja fallega um „leyfi til að fá“.
- að nota dót sem verðlaun og þá að geta gefið þér dótið þegar þú biður um það.
- að labba fallega í taumgöngu.
- að sjálfur koma inn við hæl og labba þar.
Bóka námskeið


