Ummæli

Sara og Bessi

Ég var mjög glöð að finna þjálfunaraðferð fyrir hunda sem byggist á sömu aðferðarfræði og þeirri sem ég nota við að þjálfa hesta. Að hundurinn (og hesturinn) sé rólegur, öruggur með sjálfan sig, treysti manninum, skilji ábendingar og aðferðir og sé jákvæður gagnvart þjálfun og vinnu. Sem leiðir af sér minni togstreitu milli eiganda og […]

Axel, Sólrún og Móa

Við erum mjög ánægð með námskeiðið hjá HundaAkdemíunni. Bæði við og Móa höfðum gagn og gaman af því. Þjálfunaraðferðirnar voru okkur að skapi og ætlum við klárlega að fara á fleiri námskeið hjá HundaAkademíunni.

Carmen og Yrsa

Við Yrsa tókum þatt á grunnnámskeiði og líkaði okkur mjög vel. Viðmót kennarans var mjög vingjarnlegt og þjálfunaraðferðir sem notast er við eru samkvæmt nýjustu rannsóknum. Við hlökkum til að fara á fleiri námskeið.

Kristín, Álfrún og Mylla

Snilldar námskeið. Ég veit ekki hvor lærði meira ég eða hundurinn. Mæli með þessu námskeiði fyrir alla hundaeigendur.

Rannveig, Birkir og Tinni

Námskeiðið opnaði nýjan heim fyrir mig varðandi hundaþjálfun. Aðferðirnar við æfingar styrkja tengsl og vináttu eiganda og hunds auk þess sem maður kynnist hundinum upp á nýtt. Mæli eindregið með námskeiðinu fyrir alla hunda og eigendur. Þakka fyrir að hafa verið bent á HundaAkademiuna.

Sonja og Doppa

Áberandi þæginlegt viðmót kennara við eiganda hundsins, sem er fyrsti hundur hans. Jafngott fyrir eigandann og hundinn.

Ásta María og Fálki

Mér hefur fundist frábært hvað tímarnir eru einstaklingsbundnir. Að hafa tvo þjálfara með litla hópa er alveg draumur. Ég fékk mikið meira en ég bjóst við út úr námskeiðinu.

Karen og Chili

Er rosalega ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að sækja námskeiðið hjá HundaAkademíunni. Ég og Chili lærðum mjög margt nýtt til að byggja ofan á og bæta enn fremur í framtíðinni. Nútímanlegar og skemmtilegar aðferðir og ekki skemmir hvað þær eru frábærar, takk fyrir okkur 🙂 :*

Sólveig og Nikita

“Það er hægt að segja að Halldóra hafi bjargað samskiptum okkar Níkítu og hreinlega bjargað lífi hennar.”

Stuttu eftir að ég var búin að fá Níkítu fékk ég númerið hjá Halldóru Lind og hringdi í hana hágrátandi þar sem að Níkíta var að gera útaf við mig. Hún glefsaði endalaust í mig og og gelti á […]