Fyrirlestur um heilsu hunda og skyndihjálp

Hundaheilsa – fræðslufyrirlestur

Dýrahjúkrunarfræðingurinn Carmen Kull mun halda fyrirlestur um heilsu hunda.
Farið verður yfir algeng heilsufarsvandamál sem geta komið upp hjá hundum og hvernig skal bregðast við veikindum og/eða slysum.
Carmen ætlar að meðal annars að ræða um bólusetningar, tannhirðu, meltingartruflanir, hnéskeljalos, skógarmítil, bloat og skyndihjálp.

Gert er ráð fyrir spurningum og umræðum.

Dýraspítalinn í Garðabæ mun útbúa sjúkrakassa sem hægt er að kaupa á fyrirlestrinum.

Verð og næstu fyrirlestrar

Verð: 5.000 kr.

Þú mátt taka einn gest með þér á fyrirlesturinn.
Verð innifelur námsmöppu. Auka mappa kostar 500 kr.

Næstu fyrirlestrar
5. október 18:00-21:30

Bóka námskeið









Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið