Hundanámskeið á Höfn í Hornafirði

Námskeiðið verður sannkallað hrað-námskeið þar sem við hittumst í 3 daga i röð og 2 klst hver tími. Þá förum við yfir helstu hlýðni æfingar sem gagnast ykkur í daglegu lífi sem og grunnur í að æfa áfram hlýðni, veiði, sýningar, hundafimi, spor, nosework og allt annað skemmtilegt.

Við förum meðal annars yfir:
Slökun, heima við og kringum áreiti eins og hunda/gesti.
Hlýðni æfingar eins og sitja, liggja, kyrr og ætlum svo að fá þrusu gott innkall.
Sjálfstjórn og góðar venjur.
Taumganga og hælganga, og munin þar á milli.
Þef- æfingar og aðrar leiðir til að gefa hundinum andlega örvun.
Lærum að lesa í merkjamál hunda og skilja þeirra atferli og þarfir.
Stress hegðun og lausnir við því.
Fyrirlestrar á netinu sem þið horfið á heima. Þar förum við yfir merkjamál og stress, góðar venjur, jákvæða styrkingu og óæskilega hegðun. Samskipti hunda við börn. Gelt og lausnir við því. Innkall og neyðarinnkalls æfingar.

Hópa-námskeið:
Verð:
Með hund: 35.000kr. per hund.
Hundlaust-pláss: 20.000kr per hund.
Einkatími 1,5 klst: 22.000kr – fullt
Einkatími + hundlaust pláss: 32.000kr – fullt

Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið eins og VR og Efling.

Námskeiði verður innadyra í lagerhúsnæði.

Dagsetningar 3.-5. Mars 2023.
Föstudagskvöld.
Laugardagur um hádegi
Sunnudagsmorgun.
3 skipti. Hver tími er í 2 klst. Samtals 6 klst. verklegt + 5 klst. fyrirlestrar á netinu.
Nákvæmar tímarsetningar koma þegar við sjáum hvað verða margar skráningar hvort við höfum 2 hópa sem dæmi.

Hvort á ég að velja hundlaust pláss eða með hund?

Það geta ekki allir hundar verið með öðrum hundum í hóp. Þeir geta verið litið umhverfisþjálfaðir og stressast mikið upp í kringum aðra hunda, eða of hræddir og geta þannig ekki tekið þátt í tímanum. Þá hentar vel að taka hundlaust-pláss. Tíkur sem eru að lóða þessa helgi færa sig yfir á hundlaust-pláss.

Hundlaust pláss:
Hundlaust-pláss virkar þannig að þú mætir án hundsins í hópatíma. Hlustar á okkur og horfir á alla gera æfingar. Þú færð að spyrja og taka þátt eins og hinir sem eru með hunda í tímanum. Þannig færðu allar upplýsingar og æfir svo hundinn heima eftir tímana og tekur upp myndbönd af völdum æfingum og sendir okkur.

Einkatímar
Það verða takmörkuð pláss fyrir einkatíma og viljum við endilega fá þá hunda inn hér sem þurfa meiri aðstoð með atferlis-vandamál. Stress, gelt, hræðslu, kvíða svo eitthvað sé nefnt. Til þess að gefa eiganda verkfæri til þess að vinna með þessi atriði.
Einkatímar hentar einnig þeim sem komast ekki í hópatímana eða vilja fá að vera ein á námskeiði með leiðbeinda til að geta gert æfingar í frið og ró.
Til að bóka einkatíma þarf að senda póst á hunda@hunda.is þar sem við verðum með takmarkað tíma í boði.

Við stefnum á að koma oftar til ykkar ef vel gengur þessa helgi. Ef þú hefur spurningar getur þú sent okkur póst á  hunda@hunda.is

Skráningaferlið. 
Þú byrjar á því að bóka námskeið með því að ganga frá greiðslu. Eftir það sendum við þér tölvupóst og fáum frekari upplýsingar um ykkur og hundinn. 

Afbókunarskilmálar. 
Ef þið þurfið að afbóka þá er í boði að eiga inneign hjá okkur upp í næsta námskeið eða breyta skráningu yfir í fjarkennslu. Það má einnig selja öðrum plássið.
Þurfið þið hinsvegar að fá endurgreitt þá gildir eftirfarandi:
Þið fáið 100% endurgreitt ef þið afbókið 14 dögum fyrir upphaf námskeiðs. 
Þið fáið 50% endurgreitt ef þið afbókið 3 dögum fyrir upphaf námskeiðs. 
Þegar eru 3 dagar eða minna í upphaf námskeið er ekki endurgreitt, en hægt að fá inneign í næsta námskeið eða fjarkennslu.

 

Hundanámskeið á Höfn

með hund
35.000 kr
  • 3.-5. mars 2023
  • Pláss með hund

Hundanámskeið á Höfn

án hunds
20.000 kr
  • 3.-5 mars 2023
  • Pláss án hunds
Jóhann Helgi hundaþjálfari
Elísa Björk hundaþjálfari