Premack innkall

Gott innkall er mikilvægt fyrir alla hunda og eigendur þeirra. Hundur þarf að hlýða innkalli svo hægt sé að sleppa honum lausum og einnig er það mikið öryggisatriði að geta kallað hundinn til sín í öllum aðstæðum.

Premack aðferðin nýtist í mörgum æfingum fyrir hunda, meðal annars í innkalli. Premack aðferðin byggir á þeirri meginreglu að þegar vinsæl hegðun hunds (að mati hundins) kemur í kjölfar óvinsællar hegðunar, mun tíðni óvinsælu hegðunarinnar styrkjast. Á mannamáli: Þú færð ekki að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn fyrr en þú ert búin(n) að vaska upp. Hvað gerir þú? Þú flýtir þér að vaska upp. Sami hlutur á við um hunda. Við getum kennt hundinum að til að komast í eitthvað rosalega spennandi, þurfa þeir fyrst að hlýða okkur.

Námskeiðið skiptist í þrjá útitíma, klukkustund hver og kostar það 8000 krónur. Mikilvægt er að sinna heimavinnu til að ná hámarks árangri.

Bóka námskeið

[contact-form-7 404 "Not Found"]

Verð og næstu námskeið

Verð: 8.000 kr

* Smellið á námskeiðin til að sjá tímayfirlit.

Staðsetning og leiðbeinendur

Námskeiðin eru haldin við Skemmuveg 40 í Kópavogi (Bleik gata).
Leiðbeinendur hjá HundaAkademíunni eru þrír, þetta námskeið kennir:
Berglind Guðbrandsdóttir
Hvolpanámskeið - Útsriftarhópur
Hvolpanámskeið - High five
Hvolpanámskeið - Chihuhahua á stól

Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið