Premack innkall
Premack aðferðin nýtist í mörgum æfingum fyrir hunda, meðal annars í innkalli. Premack aðferðin byggir á þeirri meginreglu að þegar vinsæl hegðun hunds (að mati hundins) kemur í kjölfar óvinsællar hegðunar, mun tíðni óvinsælu hegðunarinnar styrkjast. Á mannamáli: Þú færð ekki að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn fyrr en þú ert búin(n) að vaska upp. Hvað gerir þú? Þú flýtir þér að vaska upp. Sami hlutur á við um hunda. Við getum kennt hundinum að til að komast í eitthvað rosalega spennandi, þurfa þeir fyrst að hlýða okkur.
Námskeiðið skiptist í þrjá útitíma, klukkustund hver og kostar það 8000 krónur. Mikilvægt er að sinna heimavinnu til að ná hámarks árangri.
Bóka námskeið
Verð og næstu námskeið
Staðsetning og leiðbeinendur
Leiðbeinendur hjá HundaAkademíunni eru þrír, þetta námskeið kennir:
Berglind Guðbrandsdóttir


