Hundar í strætó!
Verð og næstu námskeið
Staðsetning og leiðbeinendur

Þjálfunaraðferðin
Við vinnum að mestu leiti með jákvæða styrkingu. Við leggjum áherslu á að kenna hundinum æskilega hegðun með því að grípa hana og verðlauna. Við stoppum óæskilega hegðun með því að kenna betri hegðun, vera ákveðin, kennum bannorð og fleira. Við notum aldrei líkamlega refsingu í hundaþjálfun. Keðjúólar og annar búnaður sem meiðir eða hræðir hundinn er ekki leyfilegur á námskeiðinu. (sjá grein um jákvæða styrkingu).Aðstaðan
Við erum með sérútbúna aðstöðu fyrir hundaskólann. Aðstaðan er innandyra og er sett þannig upp þannig að truflun sé í lágmarki.Bóka námskeið



Önnur námskeið
Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið