Hundar í strætó!

Hundar í strætó Í útlöndum fá hundar að fara í almenningssamgöngur, t.d. strætó. Sem hvolpar fara þeir með eiganda í labbitúr um bæinn, taka strætó, fara í rúllustiga, labba um í margmenni inni á lestarstöðvum, fara á kaffihús og fá hreinlega að vera með á mörgum stöðum. Þar er þetta svo náttúrulegt að þeir venjast svona áreiti mjög fljótt sem hvolpar. Þarna fá hundar náttúrulega umhverfisþjálfun strax frá byrjun. Þá verður þetta ekkert mál. Því miður fáum við ekki ennþá að taka hundana með í strætó á Íslandi. En vonandi verður það fljótlega. Upplýsingafulltrúi strætó sagði að þeir væru til í að skoða þetta og að það væri fullur vilji fyrir því. Við hundaeigendur höfum fulla trú á því að þetta verði leyfilegt í framtíðinni. Það er bara spurning um hvenær. Þess vegna viljum við í HundaAkademíunni byrja að venja hunda við núna, þannig að þegar við fáum að fara í strætó geti hundarnir hagað sér vel og verið til fyrirmyndar. Þetta námskeið gengur út á að venja þá við að vera rólegir í áreiti. Fá ekki að þefa af öllu eða öllum og fá ekki að heilsa fólki, heldur þurfa að sitja og vera rólegir og bíða. Námskeiðið hentar einnig fyrir hunda sem almennt eiga erfitt með að t.d. bíða hjá dýralækni, vilji þá bara heilsa öllum og eiga erfitt með að bíða rólegir. Eða eiga erfitt með að slappa af og fara að sofa þegar þeir eru í heimsókn hjá ömmu. Fyrirkomulag Bóklegt: Fyrsti tíminn er 3 klst. fyrirlestur um merkjamál og stress. Þessi fyrirlestur er nauðsynlegur til að geta lesið hundinn, vitað hvenær hundinum líður illa eða óþægilega. Þannig er hægt að bregðast við áður en hundinum finnst hann þurfi að vera verja sig. Verklegt: Markmiðið er að læra að slappa af í áreiti. Gerum æfingar sem hjálpa hundinum að læra að hann þarf stundum að slaka á. Það er ekki alltaf í boði að þefa af öllu og heilsa upp á alla. Vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins, ásamt því að verðlauna þá hegðun sem við viljum styrkja. Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn. Fyrstu fjórir tímarnir verða í HundaAkademiunni við Skemmuveg í Kópavogi. Í fimmta og síðasta tímanum fáum við lánaðan strætó til að æfa í réttu umhverfi. Þetta námskeið hentar einnig þeim sem eiga erfitt með að róa sig í áreiti almennt. Þannig geta þeir verið með sem ætla ekkert endilega að nota strætó í framtíðinni. Sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjald um allt að 50% (t.d. VR og Efling og fleiri). Athugið: Hundar sem eru árásagjarnir gagnvart öðrum hundum eða eru of stressaðir/hræddir geta því miður ekki verið með. Þeir hundar þurfa að koma í atferlismeðferð fyrst.

Verð og næstu námskeið

Verð: 7.000 kr.
* Smellið á námskeiðin til að sjá tímayfirlit.

Staðsetning og leiðbeinendur

Námskeiðin eru haldin við Skemmuveg 40 í Kópavogi (Bleik gata). Gatan er keyrt út að enda og niðurfyrir, inngangurinn snýr að Mjóddinni. Leiðbeinendur hjá HundaAkademíunni eru tveir og er mismunandi hvor kennir námskeiðið. Þær eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir og Heiðrún Klara Johansen
Hundar í strætó - námskeið til að venja hunda við áreiti

Þjálfunaraðferðin

Við vinnum að mestu leiti með jákvæða styrkingu. Við leggjum áherslu á að kenna hundinum æskilega hegðun með því að grípa hana og verðlauna. Við stoppum óæskilega hegðun með því að kenna betri hegðun, vera ákveðin, kennum bannorð og fleira. Við notum aldrei líkamlega refsingu í hundaþjálfun. Keðjúólar og annar búnaður sem meiðir eða hræðir hundinn er ekki leyfilegur á námskeiðinu. (sjá grein um jákvæða styrkingu).

Aðstaðan

Við erum með sérútbúna aðstöðu fyrir hundaskólann. Aðstaðan er innandyra og er sett þannig upp þannig að truflun sé í lágmarki.

Bóka námskeið

Hvolpanámskeið - Útsriftarhópur
Hvolpanámskeið - High five
Hvolpanámskeið - Chihuhahua á stól

Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið