Námskeið og þjálfun fyrir sýningar

Loksins getum við boðið upp á sýningaþjálfun hjá okkur í HundaAkademíunni. 
Erna Christiansen, ræktandi, hundasnyrtir og hundaþjálfara nemi sér um námskeiðin hjá okkur. 

Sýninganámskeið – Hópatímar
Boðið verður upp á byrjenda námskeið. Skipt verður í hópa eftir stærð. Smáhundar eru sýndir á borði og eru því í saman í hóp.

Þjálfunin hjá okkur byggist á jákvæðri styrkingu og ætlum við einnig að tileinka klikkerþjálfunar hugmyndafræðina inn í þjálfunina. 

Farið verður yfir flest sem við kemur sýningum. Hvernig allt virkar og gengur fyrir sig. Farið verður yfir taumgöngu, snertningar sem eiga við, uppstilling á bæði borði og gólfi. 

Koma þarf með nammitösku, ól og stuttan taum eða sýningataum. Einnig verður hægt að kaupa á staðnum.

Byrjendanámskeið í sýningaþjálfun hentar einnig fyrir þá sem vilja læra aðeins meira um sýningar og þannig ná betri árangri með hundinn.

Verð: 18:000 kr.
Innifalið 4 skipti einu sinni í viku + 2 mætingar á sýningaþjálfun.

Einkatímar:
Sýningarnámskeið í einkakennslu. Fyrir bæði byrjendur og lengra komnum. Hægt að hafa tíma á dagtíma/kvöld eða helgar.
Hentar fyrir þá sem þurfa hafa breytilega tímarsetningar eða eru með hund sem þarf að hafa næði í kringum sig til að æfa sig. 
Verð: 24:000 kr. 
Innifalið 3 klst einkatíma + 2 mætingar í sýningaþjálfun.

Sýningaþjálfanir:
Þetta eru stakir þjálfunartímar fyrir alla að mæta og sýningaþjálfa í svokölluðu rennsli. Tilvalið til að þjálfa hundinn kringum aðra hunda. Enginn sérstök kennsla fer fram enda mest fyrir þá sem hafa farið á byrjendanámskeiðið eða hafa reynslu af sýningum.
Verð:
3.000kr stakur tími. 
5 skipta klippikort 12.500kr 

Klippikortið fyrir kríla/leikjatíma gildir einnig í sýningaþjálfunartímana svo ef þú átt kort nú þegar þarftu ekki að skrá þig á þessari síðu sérstaklega heldur bara á facebook við eventið hverju sinni.

Tilkynna þarf mætingu í hvern tíma undir event á spjallsíðunni okkar á facebook. Hundaakademían-spjallsíða

Næstu námskeið

Skrá mig á sýninganámskeið

Greiða þarf við skráningu,  Hægt að skrá sig á biðlista með því að fylla út hér að neðann Þarf ekki að greiða fyrir biðlista skráningu.

Erna Christiansen Sýningaþjálfun
Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið