Sýningarþjálfun

Sýningarþjálfun er nýjung hjá HundaAkademíunni.

Til að byrja með er boðið upp á staka tíma. Hámark 6 hundar eru í hverjum tíma og þarf því að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram á skráningarforminu hér á síðunni.

ATH: Möguleiki er að panta sýningarþjálfun á öðrum tíma fyrir hóp. Hver klukkutími kostar 6.000 kr óháð stærð hops (mæli með að það séu ekki mikið fleiri en sex). Fyrirspurnir varðandi það sendist á halldora@hunda.is

Hundar þurfa að vera fullbólusettir.

Nauðsynlegt er að hafa meðferðis gott nammi fyrir hundinn og sýningartaum. Mæli með að þið séuð með eitthvað undir nammið eins og góða vasa eða tösku undir nammið. Við erum með vatnsdalla á staðnum.

Verð og næstu námskeið

Verð: 1.000 kr. fyrir einstakling
Verð: 6.000 kr. fyrir hóp (óháð fjölda)

Næstu sýningarþjálfanir

  • Laugardagur 14. feb kl. 12:00 – 13:00 – Leiðbeinandi: Halldóra Lind – Fullbókað
  • Sunnudagur 22. feb kl. 12:00 – 13:00 – Leiðbeinandi: Halldóra Lind – Fullbókað

Staðsetning og leiðbeinendur

Námskeiðin eru haldin við Skemmuveg 40 í Kópavogi (Bleik gata). Gatan er keyrt út að enda og niðurfyrir, inngangurinn snýr að Mjóddinni.

Þjálfari er Halldóra Lind sem er hundaþjálfari og atferlisfræðingur ásamt því að hafa sýnt hunda um nokkura ára skeið og farið á sýningarnámskeið hjá Hugo Quevedo.

Bóka námskeið


Kort

Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið