Námskeið fyrir sýningar

Loksins getum við boðið upp á sýningaþjálfun hjá okkur í HundaAkademíunni. 
Erna Christiansen, ræktandi, hundasnyrtir og hundaþjálfara nemi sér um námskeiðin hjá okkur. 

Boðið verður upp á byrjenda námskeið. Skipt verður í hópa eftir stærð. Smáhundar eru sýndir á borði og eru því í saman í hóp.
Mælum með að mæta í alla tímana til að fá allar upplýsingar. Því er ekki í boði að mæta í staka tíma. Fyrir þá sem komast ekki í alla tímana, er hægt að panta einka-sýninganámskeið.

Sýningaþjálfunin hjá okkur byggist á jákvæðri styrkingu og ætlum við einnig að tileinka klikkerþjálfunar hugmyndafræðina inn í þjálfunina. 

Farið verður yfir flest sem við kemur sýningum. Hvernig allt virkar og gengur fyrir sig. Farið verður yfir taumgöngu, snertningar sem eiga við, uppstilling á bæði borði og gólfi. 

Koma þarf með nammitösku, ól og stuttan taum eða sýningataum. 

Hópatímar:
Sýningarnámskeið byrjendur – Námskeið 4 dagar 6 klst. samtals. 
Verð: 18:000 kr.

Einkatímar:
Sýningarnámskeið byrjendur – Einkatímar  3 tímar 1. klst.
Sýningarnámskeið framhald – Einkatímar 3 tímar 1. klst.
Verð: 24:000 kr. 

Skráning fer fram hér og greiða þarf við skráningu. 

Næstu námskeið

Skrá mig á sýninganámskeið

Erna Christiansen Sýningaþjálfun
Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið