Námskeið og þjálfun fyrir sýningar
Loksins getum við boðið upp á sýningaþjálfun hjá okkur í HundaAkademíunni.
Erna Christiansen, ræktandi, hundasnyrtir og hundaþjálfara nemi sér um námskeiðin hjá okkur.
Sýninganámskeið – Hópatímar
Boðið verður upp á byrjenda námskeið. Skipt verður í hópa eftir stærð. Smáhundar eru sýndir á borði og eru því í saman í hóp.
Þjálfunin hjá okkur byggist á jákvæðri styrkingu og ætlum við einnig að tileinka klikkerþjálfunar hugmyndafræðina inn í þjálfunina.
Farið verður yfir flest sem við kemur sýningum. Hvernig allt virkar og gengur fyrir sig. Farið verður yfir taumgöngu, snertningar sem eiga við, uppstilling á bæði borði og gólfi.
Koma þarf með nammitösku, ól og stuttan taum eða sýningataum. Einnig verður hægt að kaupa á staðnum.
Byrjendanámskeið í sýningaþjálfun hentar einnig fyrir þá sem vilja læra aðeins meira um sýningar og þannig ná betri árangri með hundinn.
Verð: 18:000 kr.
Innifalið 4 skipti einu sinni í viku + 2 mætingar á sýningaþjálfun.
Einkatímar:
Sýningarnámskeið í einkakennslu. Fyrir bæði byrjendur og lengra komnum. Hægt að hafa tíma á dagtíma/kvöld eða helgar.
Hentar fyrir þá sem þurfa hafa breytilega tímarsetningar eða eru með hund sem þarf að hafa næði í kringum sig til að æfa sig.
Verð: 24:000 kr.
Innifalið 3 klst einkatíma + 2 mætingar í sýningaþjálfun.
Sýningaþjálfanir:
Þetta eru stakir þjálfunartímar fyrir alla að mæta og sýningaþjálfa í svokölluðu rennsli. Tilvalið til að þjálfa hundinn kringum aðra hunda. Enginn sérstök kennsla fer fram enda mest fyrir þá sem hafa farið á byrjendanámskeiðið eða hafa reynslu af sýningum.
Verð:
3.000kr stakur tími.
5 skipta klippikort 12.500kr
Klippikortið fyrir kríla/leikjatíma gildir einnig í sýningaþjálfunartímana svo ef þú átt kort nú þegar þarftu ekki að skrá þig á þessari síðu sérstaklega heldur bara á facebook við eventið hverju sinni.
Tilkynna þarf mætingu í hvern tíma undir event á spjallsíðunni okkar á facebook. Hundaakademían-spjallsíða.
Næstu námskeið
- 17. maí sýninganámskeið fyrir smáhunda (ýta til að sjá dags.)
- 17. maí sýninganámskeið fyrir stórhunda (ýta til að sjá dags.)
- Sýningaþjálfanir fyrir alla - ath breytingar á dagskrá. (ýta til að sjá dags.)
- Einkatímar, tímasetning samkomulag með þjálfara.
Skrá mig á sýninganámskeið
Greiða þarf við skráningu, Hægt að skrá sig á biðlista með því að fylla út hér að neðann Þarf ekki að greiða fyrir biðlista skráningu.



