Umhverfisþjálfun
Umhverfisþjálfun er það að kynna hunda fyrir öllu því sem þeir munu rekast á í daglegu lífi og að halda þeirri upplifun jákvæðri. Þannig kemur maður í veg fyrir að hundur þrói með sér hræðslu eða að hann verði óöruggur.
Námskeiðið er hugsað fyrir alla hunda. Það hentar jafnt ungum hvolpum sem fullorðnum. Það verða tveir hópar þar sem hvolpar (5 mánaða og yngri) verða saman í einum hóp og fullorðnir hundar saman í öðrum. Á námskeiðinu verður farið með litla hópa (5 hunda eða færri) á ýmsa staði innan Reykjavíkur. Þar verða gerðar ýmsar æfingar til dæmis slökun og farið í gegnum þrautabraut. Námskeiðið nýtist einnig sem æfing í taumgöngu.
Verð og næstu námskeið
Staðsetning og leiðbeinendur
Berglind Guðbrandsdóttir hundaþjálfaranemi kennir námskeiðið.
Athugið að þetta námskeið hentar einungis þeim hundum sem kunna að umgangast aðra hunda í taum. Ef hundurinn þinn geltir á aðra hunda eða getur ekki slakað á í návist þeirra skaltu fyrst fara með hann á lífsleikninámskeið.
Bóka námskeið


