Umhverfisþjálfun

Góð umhverfisþjálfun er grunnurinn að því að eiga yfirvegaðan og hlýðinn hund.

Umhverfisþjálfun er það að kynna hunda fyrir öllu því sem þeir munu rekast á í daglegu lífi og að halda þeirri upplifun jákvæðri. Þannig kemur maður í veg fyrir að hundur þrói með sér hræðslu eða að hann verði óöruggur.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla hunda. Það hentar jafnt ungum hvolpum sem fullorðnum. Það verða tveir hópar þar sem hvolpar (5 mánaða og yngri) verða saman í einum hóp og fullorðnir hundar saman í öðrum. Á námskeiðinu verður farið með litla hópa (5 hunda eða færri) á ýmsa staði innan Reykjavíkur. Þar verða gerðar ýmsar æfingar til dæmis slökun og farið í gegnum þrautabraut. Námskeiðið nýtist einnig sem æfing í taumgöngu.

Verð og næstu námskeið

Verð: 10.000

* Smellið á námskeiðin til að sjá tímayfirlit.

Staðsetning og leiðbeinendur

Námskeiðin eru haldin við Skemmuveg 40 í Kópavogi (Bleik gata). Gatan er keyrt út að enda og niðurfyrir, inngangurinn snýr að Mjóddinni.

Berglind Guðbrandsdóttir hundaþjálfaranemi kennir námskeiðið.

Námskeiðið skiptist í 1 bóklegan tíma og 5 verklega tíma. Í bóklega tímanum verður umhverfisþjálfun útskýrð ítarlega og hópnum gefnar leiðbeiningar um hvernig best er að þjálfa hundana. Valfrjáls heimaverkefni verða gefin en til að ná sem bestum árangri mælum við að sjálfsögðu með að gera allar æfingar.

Athugið að þetta námskeið hentar einungis þeim hundum sem kunna að umgangast aðra hunda í taum. Ef hundurinn þinn geltir á aðra hunda eða getur ekki slakað á í návist þeirra skaltu fyrst fara með hann á lífsleikninámskeið.

Bóka námskeið














Hvolpanámskeið - Útsriftarhópur
Hvolpanámskeið - High five
Hvolpanámskeið - Chihuhahua á stól

Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið