Undirbúningsnámskeið

Undirbúningsnámskeið sem hjálpar þér að ákveða hvort hundur sé rétta gæludýrið fyrir þig og hvernig hundur hentar þér og þínum lífsstíl. Farið er yfir helstu hluti sem verðandi hundaeigendur þurfa að vita, til dæmis:

  • Helstu þroskastig hvolpa
  • Fullorðnir hundar
  • Umhverfisþjálfun og heilaleikfimi
  • Að húsvenja hvolpa
  • Hundar og börn
  • Búnaður
  • Heilsufar
  • Nagþörf
  • Einvera
  • Ferðalög
  • Leyfi og reglugerðir
  • Námskeið í boði

Verð og næstu námskeið

Verð: 5.000

Leyfilegt er að taka gest með sér á námskeiðið.

Námskeiðið er kennt í tveimur hlutum, tveir tímar í senn.

  • Það er ekkert námskeið á dagskrá núna. Þú getur fyllt út pöntunarformið fyrir neðan til að skrá þig á biðlista og við verðum í bandi þegar næsta námskeið er haldið.

Staðsetning og leiðbeinendur

Námskeiðin eru haldin við Skemmuveg 40 í Kópavogi (Bleik gata). Gatan er keyrt út að enda og niðurfyrir, inngangurinn snýr að Mjóddinni.

Leiðbeinandi er Berglind sem er hundaþjálfaranemi.

Námskeiðið er tvær kennslustundir. Annars vegar laugardagurinn 22. ágúst kl. 13:30-15:30 og hins vegar laugardagurinn 5. september kl. 13:30-15:30.
Í fyrri tímanum verður fyrirlestur og umræður í lok tímans. Nemendur eru hvattir til að melta efni tímans og ákveða hundategund sem hentar áður en mætt er í seinni tímann. Til þess fá þeir hefti með spurningum og ýmsum fróðleik.
Seinni tíminn verður svo nýttur í umræður þar sem farið verður yfir svör og hjálp veitt ef einhver er enn í vafa.

Bóka námskeið














Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið