Project Description

Við Gríma fórum á námskeið hjá HundaAkademíunni. Við græddum bara á því, jákvæð þjálfun, skilningur á furðulegum spurningum (og svör við þeim öllum), einstaklings miðað, faglegt, skemmtilegt og við Gríma enn betra teymi eftir þetta.

Einstaklega ánægð með þjálfunaraðferðir sem þær kenndu, þær hentuðu okkur Grímu mjög vel, ég á einfaldlega klárari hund eftir námskeiðið eða meira ég sá hvað tíkin mín var megnug, elska það. Þær opnuðu augun mín fyrir hæfileikum tíkarinnar minar. Þær voru með meiri trú á okkur tveim en ég sjálf

Gríma græddi meira vakandi eiganda. Hinir hundarnir mínir fengu líka fullt út úr þessu námskeiði því eigandinn varð svo mótiveraður þegar hún kom heim að allir fengu að prufa það sem var kennt nýtt á námskeðinu en um leið sá ég hvað þær voru með augun á hvaða þjálfun hentaði hverjum og einum því ég þurfti að breyta aðferðum að einhverjum af mínum hundum. Frábært.

12 af 10 mögulegum takk fyrir okkur