Lestu skilmálana vandlega áður en þú pantar pláss á námskeiði hjá Hundaakademíunni. Eftirfarandi skilmálar við kaup á þjónustum, þ.á m. námskeiðum, hjá Hundaakademíunni.
1. Við skráningu á námskeiði þarf að greiða óafturkræft staðfestingargjald. Fullt námskeiðsgjald þarf að vera greitt í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeið hefst. Við móttöku skráningar sendist tölvupóstur með nánari greiðsluupplýsingum.
2. Námskeiðsgjald verður ekki endurgreitt nema:
a) Um sé að ræða langveikindi, og þá eingöngu gegn framvísun læknisvottorðs.
b) Námskeiði er aflýst af hálfu Hundaakademíunnar.
3. Afbóka má pláss allt að 7 dögum áður en námskeið hefst. Afbóka skal námskeið við fyrsta tækifæri og skal slík afbókun berast skriflega til Hundaakademíunnar á netfangið: hunda@hunda.is . Við afbókun endurgreiðist námskeiðsgjald að frádregnu staðfestingargjaldi. Sé bókað á annað námskeið innan hálfs árs frá afbókun gengur staðfestingargjald upp í greiðslu nýs námskeiðs.
4. Námskeið fæst ekki endurgreitt vegna almennra veikinda eða annarra fjarvista.
5. Fullnægjandi árangur á eftirfarandi námskeiðum Hundaakademíunnar geta veitt afslátt af hundaleyfisgjöldum. Athugið að afsláttur og afsláttarreglur geta verið breytilegar eftir sveitarfélögum. :
[Grunnnámskeið]
Athugið að til þess að afsláttur af hundaleyfisgjöldum standi hundaeiganda til boða þarf hann að hafa sótt að minnsta kosti 80% tíma námskeiðsins og ná fullnægjandi árangri á bæði skriflegu og verklegu prófi.
6. Bent er á að sum stéttarfélög bjóða allt að 50% niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Reglurnar eru mismunandi eftir félögum og getur Hundaakademían ekki leiðbeint um niðurgreiðslu eða skilyrði hennar, en hvetur þátttakendur til að hafa samband við stéttarfélög sín til að fá nánari upplýsingar.
7. Allir hundar eru á ábyrgð eigenda sinna á námskeiðinu. Hundaakademían ber enga ábyrgð á slysum eða tjóni sem hundar og/eða eigendur þeirra kunna að valda.
8. Allir námskeiðs þátttakendur skuldbinda sig til að fylgja eftir reglum Hundaakademíunnar sem finna má á heimasíðunni www.hundaakademian.is og sem kynntar eru í upphafi hvers námskeiðs. Alvarleg brot á reglum Hundaakademíunnar varða brottrekstur af námskeiðinu án endurgreiðslu.