Við ætlum að bjóða upp á fjölbreytt úrval í sumar, eða þangað til við þjálfararnir fara í sumarfrí um miðjan júlí til miðjan ágúst.

Framhaldsnámskeið 14. júní

Framhaldsnámskeið hefst 14. júní og verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20 á Skemmuvegi í Kópavogi. Þar höldum við áfram frá grunnnámskeiðinu og gerum fleiri krefjandi æfingar. Ásamt því að vinna meira með truflun, semsagt að hundurinn venst því að hlusta innan um aðra hunda. Við verðum svo með framhalds í haust líka. Hægt að senda inn áhugaskráningu þá til að missa ekki af.

Sporanámskeið 15. júní

Spora er rosalega skemmtilegt og gagnlegt fyrir hundinn. Þreytir vel og þið fáið meira út úr útverunni. (Að spora í 15 mín jafngildir 2 klst göngutúr). Minnkar streitu og kvíða og veitir góða andlega örvun. Kennt verður úti innanbæjar. líklega Laugardalurinn.

Innkallsnámskeið bæði í Hafnafirði og Reykjanesbæ

Innkallsnámskeiðið okkar er griðarlega vinsælgt og útkoman mjög góð hjá öllum sem taka þátt. Markmiðið er að fá "snúa við í loftinu innkall" þegar það þarf virkilega á því að halda. Þetta er þá svona neyðarinnkallsnámskeið í raun og veru. Verðum með tvær lotur. 20. júní verður í Hafnafirði 3 mánudaga og 21. júní verður í Reykjanes 3 þriðjudaga.

Klaustur 3 daga æfingar helgi fyrir alla
23. - 25. júní

Það mun vera sumar og sól og við ætlum að fara á Klaustur og halda 3 daga stútfullt námskeið með hlýðni æfingum og fjöri. TIlvalið nýta sumarfríið og tjalda á staðnum og æfa hundinn í 2 klst á dag og svo slaka á restina af deginum. Hentar öllum hvort sem þið hafið farið á grunnnámskeið áður eða ekki.