Taumgöngu- og slökunarnámskeið.

Taumgöngu- og slökunarnámskeið

Að njóta þess að vera úti saman í göngutúr skiptir öllu máli. Ef hundurinn á það til að vera æstur, of glaður, smá stressaður, eða hreinlega á bara eftir að læra að toga ekki í tauminn er þetta námskeið fyrir þig.
Stundum er það að labba, aðeins of spennandi svo hundurinn missir sig og togar nánast af þér hendina. Við vinnum með væntingastjórnun og slökun á þessu námskeiði ásamt taumgöngu. Að geta slappað af úti skiptir öllu máli til þess að fá góða taumgöngu.

Á námskeiðinu förum við vel í taumgönguna með því markmiði að hundurinn geti labbað með slakan taum, þefað í rólegheitum, að hann geti slappað af úti og nái að veita þér athygli þegar þess þarf.

Ath. að þetta er ekki hælgöngunámskeið, þótt við munum fara í gegnum æfingar sem fá hundinn til að labba við hliðina á þér.

Þetta námskeið er aðalega verklegt en þegar hundarnir æfa slökun þá tökum við umræðu og förum yfir nauðsynleg atriði. Þetta námskeið er með þá heimavinnu að gera æfingar úti í taumgöngu.

Við notum bæði engin verðlaun sem og æfingar með nammi og klikker.

Allir geta verið með hvort sem þú/hundurinn hefur áður farið á námskeið eða ekki.

Námskeiðið hentar ekki þeim hundum sem verða OF æstir, OF stressaðir eða OF hræddir við aðra hunda. Eða er almennt með mikinn kvíða eða hræðslu. Ef þið eru ekki viss hvort þetta námskeið hentar ykkur, sendið þá póst á hunda@hunda.is og við metum það saman.

Verð og næstu námskeið

Verð: 18.000 kr.
6 skipti samtals 8 klst.

  • Skráðu áhuga og við látum vita hvenær næsta námskeið verður.
* Smellið á námskeiðin til að sjá tímayfirlit.

Námskeiðið innifelur 6 skipti samtals 8 klst.

Tímarnir verða bæði inni og fyrir utan hundaskólann.

Bóka námskeið












    [recaptcha]

    Önnur námskeið

    Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
    Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
    Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
    Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið