Grunnnámskeiðið er það námskeið sem er bæði fyrir hvolpa og eldri hunda. Mælum með að byrja sem fyrst með hvolpa. Þeir geta byrjað frá ca 10 vikna hjá okkur á grunnnámskeið (9 vikna í kríla). Við erum með sal sem við þrífum og sótthreinsum reglulega og allir fá sitt eigið svæði að vinna á.
Allar tegundir hafa gott af því að fara á námskeið hjá okkur, bæði smáhunda- og stórhundategundir. Allir hundar fá sitt rými til að vinna á með sínu fólki.
Öll fjölskyldan er velkomin með á námskeiðið.
Kennt er með jákvæðum aðferðum sem byggjast á nýjustu rannsóknum um atferli hunda.
Námskeiðið er öflugt með mikið af upplýsingum um atferli hunda og hvernig þeir læra. Þannig getið þið auðveldlega kennt þeim allskonar bæði mikilvægar og skemmtilegar æfingar í framtíðinni. Við förum yfir þrjár þjálfunaraðferðir sem heita, grípa hegðun, móta hegðun og lokka fram hegðun. Við notum hugmyndafræðina í klikkerþjálfun og þið fáið klikker til að prófa, þótt við notum ekki klikker á öllum æfingum.
Förum vel yfir merkjamál hunda og streitu einkenni. Það eru 5 fyrirlestrar sem þið horfið á heima samhliða verklegum tímum í skólanum.
Farið er yfir helstu hlýðni æfingar sem gagnast í lífinu, eins og sitja, liggja, kyrr, hælganga, taumganga, svo eru nokkrar slökunar æfingar sem þeir læra til að ná að róa sig í mismunandi aðstæðum. Sjálfstjórn, innkalls æfingar. Svo er trix tími og fleira skemmtilegt.
Semsagt stút fullt námskeið af allskonar skemmtilegum æfingum.
Til þess að fá afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjarfélögum sem bjóða upp á slíkt þarf að hafa 80% mætingu og klára námskeiðið með bóklegu og verklegu prófi.
Næstu námskeið
- Kvöldhópar - 10. september þri/fim hópar kl. 17/18/19 - fullt
- Kvöldhópar 14. október mán/miðv. Laus pláss kl. 17 og 19. Biðlisti í hóp kl. 18
- Kvöldhópar 5. nóvember þrið/fimt hópar kl. 17/18/19
- Morgunhópur 19. nóvember þrið/fimt kl. 08:30
Verð
Grunnnámskeiðið: 45.000kr .
Grunnnámskeið + 5 Krílahvolpatímar: 55.000kr
Verð innifelur klikker.
Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið.
Krílahvolpatímar er fyrir hvolpa milli 9 og 13 vikna. sjá nánar hér
Uppbygging
Námskeiðið er tvisvar í viku.
Uppbygging er 10 verkleg skipti + 5 fyrirlestrar á netinu sem þið horfið á vikulega á meðan námskeiðinu stendur. Hver fyrirlestur er ca 1 klst langur.
Fyrirlestur 1: Merkjamál og stress 1.hluti.
Fyrirlestur 2: Umhverfisþjálfun, innkall 1 og óæskileg hegðun hvernig styrkja eigi góða hegðun frekar.
Fyrirlestur 3: Merkjamál og stress 2 hluti.
Fyrirlestur 4: Innkall 2, svefn og fleira
Fyrirlestur 5: Gelt og gestakoma.
Skráning og velja námskeið
Greiða þarf fyrir plássið við skráningu. Plássið er einungis staðfest eftir að greiðsla er mótttekin og þið hafið fengið tölvupóst frá okkur þar sem við staðfestum plássið. Ath að það getur stundum tekið dag eða tvo að fá póst þar sem við gerum það handvirkt.
Sniðugt að ath áður en þið greiðið!
Stéttarfélög sum styrkja námskeið eins og VR og Efling allt að 50%. Til að nýta það þarf að vera réttur greiðandi að námskeiðinu.
Grunnnámskeið
-
Vertu viss um að vera búin að fylla út og senda skráningu að ofan áður en þú ýtir á greiða fyrir námskeiðið.
Grunnnámskeið
+ krílahvolpatímar með 5 skipti. Fyrir hvolpa milli 9 og 13 vikna.-
Vertu viss um að vera búin að fylla út og senda skráningu að ofan áður en þú ýtir á greiða fyrir námskeiðið.
Ef þú vilt frekar millifæra:
HundaAkademían
kt: 530821-0560
reikngsnúmer: 515-26-8112
Senda þarf kvittun á hunda@hunda.is
Skýring: Nafn á hundi + tegund
Mikilvægt er að vera búin að fylla út skráningu hér að ofan fyrst.