Næstu framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið

Þetta námskeið er fyrir alla sem eru búnir með grunnnámskeið hjá okkur í Hundaakademíunni.

Hundurinn þarf að vera vanur að æfa innan um aðra hunda, sem sagt æfing með truflun.
Gerð er krafa um að sá/sú sem ætlar að þjálfa hundinn á námskeiðinu hafi eða muni sækja merkjamál og stress fyrirlestur hjá okkur (Hér getið þið séð hvenær næsti fyrirlestur verður haldinn).

Við förum yfir skemmtilegar æfingar sem styrkja sambandið milli hunds og fólksins hans.
Þjálfum hundinn í að hlusta betur til að tryggja öryggi ykkar og þeirra sem þið mætið.

Gelt-fyrirlesturinn okkar er innifalin í þessu námskeiði fyrir þá sem hafa ekki farið á hann áður. Fyrirlesturinn er 2 klst um mismunandi gelt og lausnir við gelt-vandamálum.

Förum meðal annars yfir:
Fylgja þér betur og athyglisæfingar
Áreitisþjálfun
Styrkja hlýðniæfingar eins og sitja, liggja, kyrr og innkall.
Standa á göngu.
Nota annað en nammi sem verðlaun.
Skilyrða (styrkja mjög mikið) öll þau stikkorð sem eiga að virka mjög vel óháð truflun.
Hælganga.

Það sem við tökum ekki mikið á þessu námskeiði er innkall þar sem við erum með sér námskeið fyrir innkallsæfingar.

Bóka námskeið
  [recaptcha]

  Önnur námskeið

  Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
  Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
  Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
  Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið