HundaAkademían er hundaskóli sem leggur áherslu á jákvæða styrkingu.

Boðið er upp á fjölbreytt námskeiðshald og þjónustu fyrir hunda og fjölskyldur þeirra. Samhliða námskeiðshaldi býður HundaAkademían upp á einstaklingsbundna ráðgjöf þegar þörf krefur.

Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og veitir grunnnámskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum. Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið hjá okkur.

Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.

Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis nammi og leik.

Fyrstu skrefin í hundaþjálfun eru að koma á Krílahvolpatímana og Grunnnámskeið. Í framhaldinu er hægt að velja framhaldsnámskeið, klikker – trix, hlýðninámskeið og margt fleira.

Kynntu þér nánar á þessari síðu þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

 

Grunnnámskeið

Grunnnámskeiðið er það námskeið sem er bæði fyrir hvolpa og eldri hunda. Mælum með að byrja sem fyrst með hvolpa eða fljótlega eftir fyrstu sprautuna.

SKRÁÐU ÞIG Í DAG

Skoða nánar

Táninganámskeið

Breyttist góði hvolpurinn þinn í sjálfstæðan og óþekkan hund þegar hann fór á kynþroskaskeiðið? Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að gera hundinn betri í öllum aðstæðum.

Táninganámskeið

Skoða nánar

SmáhundaPartý

Smáhundaparty er fyrir hunda sem elska að leika við aðra hunda. Þetta er jú algjört party, skiptum í tvo hópa eftir leikstíl. Fjöruga- eða rólega hópinn.

Klippikortið gildir

Skoða nánar

Einkatímar

Einkatímar geta passað þér sem… átt hund sem glímir við hegðunarvandamál vilt ráð varðandi þjálfun og námskeið henta ekki varst að fá þér hund í fyrsta skipti og námskeið henta ekki ert að íhuga að fá þér hund og vantar ráð varðandi næstu skref

Einkatímar

Skoða nánar

Pislar

Hundar og áramótin

Hræðsla við flugelda er nokkuð algeng meðal hunda og annarra dýra. Þetta getur skyggt á hátíðahöld gæludýraeigenda, enda geta hljóðin, ljósin og lyktin frá flugeldunum orsakað mikinn kvíða og hræðslu hjá dýrunum okkar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það má gera ýmislegt til að hjálpa hundunum okkar í gegnum þetta tímabil. Hundar sem

Lesa meira

Leiði

Leiði, notum göngutúrana og matinn Við vitum öll að hundar þurfa að fá göngutúr daglega, en geta göngutúrar verið í mismunandi gæðum? Ímyndaum okkur lífið okkar, hvað ef allir dagar væru eins? Við vöknuðum, færum í sömu vinnuna, gerðum sömu hlutina, ættum sömu samræður við sama fólk og kæmum svo heim og elduðum sömu uppskriftina

Lesa meira

Svo, þú ert að spá í að fá þér hund…

Að taka að sér hund er stór ábyrgð og 10-15 ára skuldbinding. Það er mikið sem þarf að hugsa fyrir og jafnvel fórna fyrir hundahaldið. Fyrst ber að hafa í huga að hundur getur ekki verið of mikið einn, sérstaklega ekki hvolpur, en samkvæmt sænskum dýraverndunarlögum mega fullorðnir hundar ekki vera lengur einir en 6

Lesa meira

Styrking við jákvæða hegðun

Ísland er á tímamótum hvað varðar hundaþjálfun. Eins og allt annað þá þróast einnig hundaþjálfun í takt við tímann. Til eru mismunandi aðferðir til að við þjálfun hunda. Til að útskýra aðeins fyrst þá vil ég skrifa um sögu hundsins. Hundar eru náskyldir úlfum. Sagt er að hundurinn hafi verið til í lok tíma ísaldarinnar

Lesa meira

Meðmæli

Sara og Bessi

Ég var mjög glöð að finna þjálfunaraðferð fyrir hunda sem byggist á sömu aðferðarfræði og þeirri sem ég nota við að þjálfa hesta. Að hundurinn (og hesturinn) sé rólegur, öruggur með sjálfan sig, treysti manninum, skilji ábendingar og aðferðir og sé jákvæður gagnvart þjálfun og vinnu. Sem leiðir af sér minni togstreitu milli eiganda og

Lesa meira

Axel, Sólrún og Móa

Við erum mjög ánægð með námskeiðið hjá HundaAkdemíunni. Bæði við og Móa höfðum gagn og gaman af því. Þjálfunaraðferðirnar voru okkur að skapi og ætlum við klárlega að fara á fleiri námskeið hjá HundaAkademíunni.

Lesa meira

Carmen og Yrsa

Við Yrsa tókum þatt á grunnnámskeiði og líkaði okkur mjög vel. Viðmót kennarans var mjög vingjarnlegt og þjálfunaraðferðir sem notast er við eru samkvæmt nýjustu rannsóknum. Við hlökkum til að fara á fleiri námskeið.

Lesa meira

Rannveig, Birkir og Tinni

Námskeiðið opnaði nýjan heim fyrir mig varðandi hundaþjálfun. Aðferðirnar við æfingar styrkja tengsl og vináttu eiganda og hunds auk þess sem maður kynnist hundinum upp á nýtt. Mæli eindregið með námskeiðinu fyrir alla hunda og eigendur. Þakka fyrir að hafa verið bent á HundaAkademiuna.

Lesa meira

Sonja og Doppa

Áberandi þæginlegt viðmót kennara við eiganda hundsins, sem er fyrsti hundur hans. Jafngott fyrir eigandann og hundinn.

Lesa meira