Örnámskeið í andlegri örvun 6. mars

Er hundurinn þinn stundum pirraður, geltinn, eirðarlaus, þarf stöðuga athygli og nær ekki að róa sig niður?

Ef hundurinn fær ekki næga andlega örvun þá fer hann oft að sýna leiðinlega hegðun, fer að gera hluti sem hann má ekki og nær ekki að róa sig niður.  Þá er andleg örvun lausnin.

Andleg örvun fyrir hunda er að gefa þeim heilaverkefni, þá er hægt að kenna þeim ný trix og gefa þeim þrautir eða þefverkefni.

Á þessu námskeiði munum við leggja áherslu á þefverkefni, þegar hundur þefar þá er mesta dópamín framleiðslan í heilanum, það hægir á hjarslætti, róar og þreytir hundinn.  Það góða við þefverkefni er að það er alltaf erfitt og mikil andleg örvun þar sem hann þarf alltaf að þefa uppi verðlaunin, þótt hann kann leikinn. Þessvegna er gott að einbeita sér í þef-leikjum fyrst um sinn og smátt og smátt bæta við heilaverkefni þegar þið finnið eitthvað sniðugt að kenna.

Við munum fara yfir þef-æfingar sem þið getið gert með hundinum t.d. kennum við að leggja spora, þegar hundur er að þefa uppi spora þá þarf hann að ná að útiloka umhverfislyktina og áreitið sem er í kringum hann, það er sagt að 15 mín af spora-æfingu jafnist á við 2 klst í göngutúr.

Nammileit inni og ýmis önnur þefverkefni.

Verð: 13.500 kr 

Námskeiðið er 2 skipti  1,5 klst í senn

Næsta námskeið

Miðvikudag 6. mars kl. 19 – 21:30 og sunnudag 10.mars kl. 12 – 13:30

Æfingar eru kenndar bæði úti og inni.

Kennsla fer fram á Skemmuvegi 40, Bleik gata.                                                                                                                            

Skráning á námskeið

Ef þú vilt millifæra:
HundaAkademían
kt: 530821-0560
reikngsnúmer: 515-26-8112
Setja skýringu nafn á hundi

Senda kvittun á hunda@hunda.is

Andleg örvun námskeið

13.500 kr
  • 25. feb og 27. feb