Ég er fædd árið 1979 og á Border Collie tík sem heitir Luna og er frá Smalahundafélaginu. Hún er fædd í apríl 2009. Ég er uppalin í sveit og með allskonar dýr í kringum mig.

Við fjölskyldan fluttum til Svíþjóðar þegar ég var 14 ára og kláraði ég grunnskólann þar. Svo fór ég í fjölbrautaskóla sem er landbúnaðarskóli, á hestabraut. Skólinn heitir Lillerud.
Eftir skólan fór ég á vit ævintýranna til Noregs og vann á hóteli í 2 ár og fór svo í Ferðaþjónustuskóla sem heitir Næringsakademíet. Eftir þann skóla fékk ég frábæra vinnu við að mjólka geitur í fjöllunum við Ålesund á vesturströnd Noregs. Það var þar sem ég eignaðist minn fyrsta hund Tommy. Þá kom áhuginn á hundaþjálfun og byrjaði ég að lesa allt sem ég komst yfir um hunda.

Ég lærði hundaþjálfum í virtum skóla sem heitir Hundenshus og er í Stockholm, Sviþjóð og útskrifaðist 5 júní 2012. (námið var 1 ár)
Skólinn er samþykktur af sænska menntamálaráðaneytinu.
Innifalið í náminu er meðal annars;
Hversdagshlýðni. Hvolpaæfingar. Klikkerþjálfun. Jákvæðar aðferðir í þjálfun. Hvolpar og þarfir þeirra. Fullorðnir hundar og þarfir þeirra. Hlýðni fyrir hvolpa og fullorðna hunda og muninn á því. Stress. Vinna með hundinum. Heilsa. Næring. Sjúkdómar. Merkjamál hunda. Hundategundir. Sálfræði

Júní 2013 byrjaði ég í framhaldsnámi í hundaskólanum í Svíþjóð en það nám er viðamikið og heitir á sænsku Hundpsykolog (hundasálfræðingur eða hundaatferlisfræðingur). Þetta nám er sértsakt nám til að takast á við vandamál sem upp koma í hundum. Svo sem hræðsla, árásargirni, stress, gelt og önnur hegðunar-vandamál sem og atferli hunda. Ég útskrifaðist sem hundaatferlisfræðingur í nóvember 2014.

2 júní 2012 – Per Jensen – Hundens språk og tankar. (tungumál og hugsun hundsins)
3 júní 2012 – Björn Forkman – Persónuleiki hundsins
13 okt. 2012 – Frá hvolpi til vandamálahunds, helgi um ýmislegt tengt því að koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni.

Ég starfaði í stjórn vinnuhundadeildar HRFÍ. ( Hundaræktafélag Íslands) í 2 ár. Deildin sér um að efla áhugan á að nota hundinn í vinnum, svo sem hlyðni og spori. Einnig sér VHD um öll vinnupróf og æfingar fyrir alla hundaeigendur.
Árin 2005-2006 vann ég i Norsk Hundeskole i Oslo, Noregi sem aðstoðarhundaþjálfari.