Dýpri þekking á gelti

Gelt námskeiðið er nýjung hjá HundaAkademíunni. Markmið námskeiðisins er að hjálpa hundaeigendum að læra að sjá af hverju hundurinn þeirra geltir og finna lausnir á gelt vandamálinu. Hugmyndin af námskeiðinu kviknaði því margir eru að glíma við sömu vandamál. Þess vegna er tilvalið að bjóða uppá dýpri þekkingu á gelti á betra verði.

Námskeiðið byrjar á fyrirlestri um merkjamál og stress en fyrirlesturinn leggur góðan grunn fyrir það sem koma skal. Því næst er fyrirlestur um mismunandi gelt og farið verður grunnt í vandamálalausnir og umræður. Í þessum tíma fá nemendur verkefni að vinna í fyrir næsta tíma. Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum facebook hóp þar sem gelt vandamálin eru rædd. Næstu tveir tímar eru umræðutímar og vandamálalausnir ræddar og miðast efni tímans við þau vandamál sem nemendur eru að glíma við að hverju sinni.

Námskeið eru fyrirlestrar og umræðutímar án hunds.

Sumir hundar verða stjórnlausir, ofsa hræddir, ofsa glaðir eða ,,sjá rautt” og gelta þegar þeir mæta öðrum hundum eða fólki. Þeir hundar þurfa meira aðhald og kennslu og þyrftu að komast á lífsleikninámskeið. Lífsleikni námskeiðið er í boði eitt og sér en getur verið tilvalið meðfram gelt námskeiði ef margar gerðir gelts eru vandamál. Einnig er hægt að byrja á gelt námskeiði og fara yfir á lífsleikni að loknu gelt námskeiði ef þörf er á.

Verð og næstu námskeið

Næstu námskeið

Apríl – Gelt fyrirlestur

*Smellið á námskeðin til að sjá tímayfirlit.

Staðsetning og leiðbeinendur

Námskeiðin eru haldin við Skemmuveg 40 í Kópavogi (Bleik gata). Gatan er keyrt út að enda og niðurfyrir, inngangurinn snýr að Mjóddinni.

Leiðbeinendur hjá HundaAkademíunni eru tveir og er mismunandi hvor kennir námskeiðið. Þær eru

Halldóra Lind Guðlaugsdóttir og

Heiðrún Klara Johansen

Bóka námskeið

Kort

Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið