Gelt-námskeið er spennandi stutt námskeið hjá okkur

Markmið námskeiðisins er að hjálpa hundaeigendum að læra að sjá af hverju hundurinn þeirra geltir og finna lausnir á gelt vandamálinu. Hugmyndin af námskeiðinu kviknaði því margir eru að glíma við sömu vandamál og því tilvalið að hafa hópanámskeið með áherslu á að minnka geltið töluvert.

Algengustu gelt aðstæður er heima við, oft talað um að hundurinn er að gelta á allt og ekkert, kannski sérstaklega út um gluggan eða þegar einhver kemur heim. Hann gæti verið að gelta á ykkur og heimta stöðuga athygli, klapp eða leik og þyrfti að slaka betur á.
Geltir í garðinum, í bílnum, í göngutúrum á fólk eða aðra hunda eða kisur.

Gelt-typan sem við tökum ekki fyrir á þessu námskeiði er ef hann er að gelta þegar hann er einn heima, þar sem það getur verið aðskilnaðarkvíði eða einn heimaþjálfun og þarf að gerast í einkatímum. Ef hann er með þessa gelt-týpu en einnig allt hitt, þá getur hann verið með en vinnum ekki með einn heima þjálfunina á þessu námskeiði.

Ef hundurinn þinn er einungis að gelta á aðra hunda í göngutúrum þá hentar best að taka einka-taum námskeiðið sem þú finnur hér.

Námskeiðið byrjar á fyrirlestri um gelt, merkjamál og streitu einkenni í hundum. Þessi fyrirlestur er á netinu og þið fáið heimaverkefni að sinna fyrir næsta tíma sem við hittumst með hundana.

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum facebook hóp þar sem gelt vandamálin eru rædd. Æfingar settar inn og stuðningur frá þjálfara.

Verklegur tímarnir með hundana eru bæði æfingar og umræður. Lögð verður áhersla á æfingar sem hjálpar ykkur að róa hundana niður og læra að það er hægt að gera annað en að vera stöðugt á varðbergi.

Hversu erfiðar eru æfingarnar?
Alls ekki erfiðar og getur hvaða eigandi og hvaða hundur sem er gert þær. Þetta námskeið tekur ekki mikin tíma frá ykkur annað en þessi venjulegi tími sem fer í að sinna hundinum. En við munum breyta hvernig þið hreyfið hundana og verða æfingar í úti-veru sem og inni æfingar daglega.

Getur hundurinn þinn verið í hópatíma með öðrum hundum?
Sumir hundar verða stjórnlausir, ofsa hræddir/stressaðir, ofsa glaðir eða ,,sjá rautt” og gelta þegar þeir mæta öðrum hundum.
Þá hægt að taka hundlaust pláss á gelt-námskeiðinu þar sem þar fer fram mikil fræðsla og æfingar sem þið getið gert heima með hundinum. Allar æfingar verða birtar í myndböndum sem þið getið rifjað upp heima. Innifalið í hundlausu plássi er 1 klst einkatími.
Ef þú ert ekki viss, sendu á okkur póst og við metum þetta saman.

Næstu námskeið

Verð: 

Geltnámskeið – Hópa. ( ekki komið á dagskrá hvenær næsta hópanámskeið verður)

Tímirnir eru einu sinni í viku. 

Einka-gelt-námskeið
48.000kr  – 3 skipti. 1 klst hver tími.

Einka-fjar-geltnámskeið
38.000kr – 3 skipti 1 klst hver tími
fjarnámskeið: Allir tímar eru í gegnum net-fyrirlestra og zoom funda og símtala og myndbönd með æfingum. 

Þjálfari verður Heiðrún Klara hundaatferlisfræðingur og eigandi Hundaakademíunar. Hún hefur í 12 ár haft bæði námskeið og einkatíma til að vinna með gelt og hefur séð góðan árangur á stuttum tíma. Það er ekki líklegt að geltið hætti alveg svona fljótt en það er hægt að minnka það með ca 50-60 % á örfáum vikum og í kjölfarið er svo áframhaldandi vinna með að byggja nýjar venjur hjá hundinum. 

Fylla þarf út skráningaformið hér að ofan og svo í kjölfarið ganga frá greiðslu. Plássið er staðfest eftir greiðsluna. Ath að takmarkað er með hundapláss á námskeiðinu, svo tryggið plássið sem fyrst.

Ath: Sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið eins og t.d. VR og Efling. Mæli þá með að sá sem ætlar að nýta styrkin greiði fyrir námskeiðið.

Hægt er að greiða með millifærslu eða korti.

HundaAkademían
kt: 530821-0560
Reikngsnúmer: 515-26-8112
Skýring: nafn á hundinum
Senda þarf kvittun á hunda@hunda.is

Gelt-Einka-námskeið
pláss með hundinum

48.000 kr
  • Tímar fara fram á Skemmuvegi í Kópavogi, og úti á höfuðborgarsvæðinu

Gelt-Fjar-einka-námskeið
pláss með hundinum

38.000 kr
  • Tímar fara fram í gegnum myndbönd, símtöl og zoom