Heimasíðan okkar er í andlitslyftingu svo við munum birta betri upplýsingar fljótlega. En hjá okkur starfa 8 þjálfarar auk aðstoðar þjálfurum sem eru að læra hundaþjálfun. 

Elísa Björk Sigurðardóttir Hundaþjálfari

Elísa Björk Sigurðardóttir

Elisa@hunda.is

Elísa hefur starfað hjá Hundaakademíunni síðan 2018. Byrjaði sem aðstoðarþjálfari og hefur núna lokið hundaþjálfara námi í einum af virtustu skólum í heiminum, Karen Pryor Academy. Þar er áherlsa lögð á jákvæða styrkingu og klikkerþjálfun.

Viðbótarnám / námskeið.
2018 – Claudia Fugazza – Do As I do
2019 – Lori Stevens – Dog Fitness
2020 -Bobby Lyons – Strategies for Teaching Pet Dog Fitness
2021 – Hundaþjálfara nám hjá Viktoría Stilwell í Bretlandi.

Meira um Elísu:

Ég er fædd 1994 í Reykjavík. Ég hef alltaf verið mikil dýramanneskja og ólst upp með kisum á heimilinu okkar í Kópavogi.
Ég ákvað skyndilega um 17 ára aldur að taka að mér border collie blending. Ég lærði mjög mikið af því að eiga hana og áður en ég vissi af var ég komin með hund númer tvö þegar ég var 18 ára. Það var hún Aría sem er Alaskan malamute. Hún kom til mín árið 2012 í júlí.
Mjög fljótlega var ég komin með mikinn áhuga á öllu sem tengdist hundum. Aría er hreinræktuð sem þýddi að við sóttum allar sýningar saman á fyrstu 3 árunum, við fórum á námskeið hjá Heiðrúnu Klöru og kláruðum grunnámskeiðið þar og margt fleira.

Árið 2017 kom hún Aþena til mín. Hún er hundur númer tvö á okkar heimili. 
Aþena kláraði með mér hundaþjálfarann hjá Karen Pryor Academy og ég útskrifast þaðan árið 2020.

Ég hef mikinn áhuga á líkamsbeitingu og líkamlegri heilsu hunda. Einnig finnst mér mjög gaman að þjálfa hlýðni og stunda dráttar íþróttir með hundunum mínum