Krílahvolpatímar

Alla laugardaga um hádegi. Tímar eru kl. 11:30/12:30/13:30/14:30 eftir því hvað það verða margir hópar. Þeir sem eru að mæta í fyrsta skiptið eru oftast í fyrsta hópnum.

Krílahvolpatímar er fyrir alla hvolpa frá ca 9 til 18 vikna (smáhundar geta verið aðeins lengur). Hvolpar þurfa bara hafa fengið fyrstu sprautuna til að geta verið með.

Félagsmótunarskeið hvolpa er milli 3 og 12 vikna. Þá þurfa þeir að upplifa flest allt sem á að vera eðlilegt í þeirra lífi. Þess vegna veljum við að byrja snemma með þjálfun og krílatímarnir ná því inn á þetta tímabil ef þið mætið snemma með þá.

Vissir þú að það mikilvægasta sem þú gerir með hvolpinum og það fyrsta sem þú átt að spá í er umhverfisþjálfun? Ungir  hvolpar þurfa að upplifa eitthvað nýtt á  hverjum degi og allt þarf að vera jákvætt, skemmtilegt og ekki of mikið af því góða í einu.

Krílahvolpatímar er eins og fara með barnið þitt í leiksskóla.

Þarna læra þeir aðeins meira inn á lífið, læra að leika aðra hvolpa sem og slaka á.  Þeir fá að upplifa allskonar dót sem örvar sjón, heyrn, lykt, snertingu í formi þrautabrauta, og leiktæki sem þeir fá prófa. Allt þetta gerir þá öruggari með sig og minnkar líkurnar á hræðslu í framtíðinni.

 Í  hverjum tíma er sérstakt þema þannig er best ef þið getið mætt í hverri viku til að ná að fylgja þroska hvolpsins.

Þegar þú kaupir 6 skipti eða fleiri færðu sent pdf möppuna Fyrstu skrefin. þar er skrifað nánar um umhverfisþjálfun, félagsmótun, pissa úti, æfa að vera einn heima og í bíl. Svo við mælum með að vera lesa möppuna áður en þið mætið í fyrsta tímann. Þannig getið þið nýtt tímann að leika við hundinn og getið beðið með nánari spurningar.

Krílahvolpatímar eru ekki með hefðbundnu námskeiðssniði. Þú kaupir klippikort og mætir í þær helgar sem  þú getur. Það er þema í hverjum tíma sem er farið yfir. Það eru atriði sem hvolpaeigendur er að velta fyrir sér, sem er ekki tekið fyrir á grunnnámskeiðinu.

Grunnnámskeiðið er hefðbundna námskeiðið sem þú skráir þig á samhliða þessum tímum.

Ræktendur og einstaklingar geta pantað  sér krílatíma fyrir sinn hvolpahóp. hafið samband á hunda@hunda.is

Skráningaferlið:

Fyrst kaupir þú klippikort hér á þessari síðu. Þá færðu sent greiðslu upplýsingar í tölvupósti og þú gengur frá greiðslu.

Eftir það ferðu inn í Krílahvolatímar hópinn á facebook og skráið ykkur til leiks í næsta tíma. Leiðbeinandi setur inn spurningu á mánudagskvöldum um hverjir ætla að mæta næstkomandi laugardag í tímann. Skráningafrestur í hvern tíma er fimmtudagskvöld kl. 20:00.  Við tilkynnum svo hópana eftir það.

Athugið að ef þú ert að kaupa kort í fyrsta skiptið er gott að þú ert tímalega (að minnsta kosti sólahringur) að kaupa kortið svo við náum að afgreiða ykkur.

Klippikortið er svo geymt í hundaskólanum.

Viltu vita hvort það sé  laust í næsta tíma? Skoðaðu facebook hópinn og þar sérðu skráningar og líka hvaða tegundir eru að fara mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur öll 🙂

Verð og fyrirkomulag

6 tímar klippikort: 15.900 kr og þú skráir þig í hvern tíma sem þú getur mætt í.

Krílahvolpatímar + grunnnámskeið: 57.500kr. Tilboðsverð þegar greitt er saman:  (fullt verð 60.900kr)
*Greiða þarf fyrir kortið fyrirfram við skráningu. Ekki er tekið við greiðslu í tímanum.
*Klippikort gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Eitt klipp fyrir eitt skipti á hvern hvolp. Ekki er nauðsynlegt að nota kortið fyrir sama hvolpinn.
*Ath að ónotaðir tímar fást ekki endurgreiddir.
*Ef þið náið ekki að nýta öll skiptin í krílahvolpatímunum þá er hægt að nota þá í leikja, og opnu tímum, sem við notum klippikort.

Skráningaferlið:
Fyrst kaupir þú klippikort hér á þessari síðu. Fyllir út skráningu og gengur frá greiðslu.

Eftir það ferðu inn í Krílahvolpatímar hópinn á facebook og skráið ykkur til leiks í næsta tíma.

Leiðbeinandi setur inn spurningu á mánudagskvöldum um hverjir ætla að mæta næstkomandi helgi í tímann. Skráningafrestur í hvern tíma er fimmtudagskvöld kl. 20:00.  Við tilkynnum svo hópana eftir það.

Ræktendur eða hópar geta fengið einka krílahvolpatíma fyrir hópinn sinn. Tíminn er 60 mínútur og má nýta tímann fyrir fjölda að eigin vali.

Til að panta hópatíma þarf að senda póst á hunda@hunda.is

Staðsetningar: 

Skemmuvegur, Kóp. Bleik gata neðra plan. keyra götuna alveg út í enda og halda áfram niður fyrir. 
Einhella 2, Hfj. Bilið okkar er að aftanverðu keyrt inn frá Dranghellu.

Krílahvolpatímar

fyrir hvolpa 9 til 16 vikna
15.900
  • 6 skipta klippikort

Kríla + Grunnámskeið

Fyrir hvolpa 9 til 16 vikna
57.500
  • 6 skipta klippikort
  • Kríla og grunn tilboðsverð saman. Fullt verð 60.900kr
  • Veljið hvaða grunnnámskeiðs lota hentar best
Vinsælt