Hlýðninámskeið

Stutt hlýðni námskeið fyrir þá sem hafa kennt grunnæfingar aðeins, hvort sem þeir hafa farið á námskeið eða kennt sjálfir. 

Við ætlum að æfa hlýðni æfingar sem gagnast í daglegu lífi bæði heima við og úti í göngutúrum og lausagöngu. 
Við fínpússum æfingar inni í skólanum og æfum tæknina til að t.d. geta farið að sleppa að þurfa nota nammi til að fá athygli hundsins, semsagt að styrkja stikkorðin/skipanir sem við viljum nota.  Svo förum við út og æfum æfingarnar í nátturlegu áreiti í bænum. 

Þetta námskeið hentar mið-stórhunda tegundum vel og allir frá 4 mánaða og eldri geta verið með.  Hundar sem eiga erfitt með aðra hunda eða eru mjög stressaðir geta átt erfitt með þetta námskeið. Ef þú ert ekki viss máttu senda okkur póst á hunda@hunda.is og skrifa smá um hundinn og hans áskoranir og þá metum við saman hvort þið getið verið með. Ef ekki þá erum við með einkatíma/lífsleikni í boði sem hægt er að vinna þessar æfingar undir rólegri aðstæðum. 

Næsta námskeið

Verð: 26.000 kr 
Kennt er tvisvar í viku í 3 vikur bæði inni og úti við hundaskólann. 

Skráning

Hlýðninámskeið

26.000 kr
  • 10. júní kl. 20 mán/miðv.
  • 3 vikur