Einkatímar geta passað þér sem…

  • þarft aðstoð varðandi hundinn og hópa námskeið hentar ekki eða býður ekki upp á það sem þú vilt ræða.
  • vilt ráð varðandi þjálfun eða leysa hegðunarvandamál. 
  • varst að fá þér hund í fyrsta skipti og námskeið henta ekki, eða þú getur ekki beðið, t.d hvolpaglefs.
  • ert að íhuga að fá þér hund og vantar ráð varðandi næstu skref

Verðskrá.
Einkatímar fara fram í Kópavogi eða Hveragerði, við getum einnig haft tíma í gegnum síma/zoom.

Innifalið er net-fyrirlestur um merkjamál og stress.

  • 1 klst – 16.000 kr
  • 1,5 klst – 24.000 kr
  • 2 klst – 30.000 kr
  • 2,5 klst – 36.500 kr
  • 3 klst – 42.000 kr
  • Lifsleikninámskeið 4 klst – 52.000

Lífsleikninámskeið hentar vel ef við þurfum að vinna með nokkur atriði -(Lífsleikni-pakkinn sem inniheldur 5 fyrirlestra)

Hvolparáðgjöf – í hundaskólanum eða í gegnum síma/zoom
16.000kr 1 klst = stakur tími, gildir fyrir hvolpa milli 2 og 4 mánaða. Innifalið er fræðsluhefti með hvolpauppeldisráðum og æfingum.
Ef þú ert búin/n að skrá eða ert hjá okkur á námskeiði með hvolpinn og þarft einstaka ráðgjöf t.d. varðandi erfitt hvolpaglefs færðu 30 mín síma-tíma á 9.000kr.

Heimaheimsóknir
Það er hægt að fá okkur í heimsókn í staka einkatíma á höfuðborgarsvæðinu eða kringum Hveragerði/Selfoss. 
2 klst = Verð 35.000kr. Innifalið er net-fyrirlestur um merkjamál og stress.

Til þess að panta tíma sendið tölvupóst á hunda@hunda.is

Býrðu úti á landi?

Þá getum við tekið einkatímann símleiðis eða ef tekst að smala saman nógu mörgum er hægt að skipuleggja námskeið í þínu bæjarfélagi. Hafðu samband og við getum fundið útúr öllu.

Heiðrún Klara
Heiðrún KlaraHundaatferlisfræðingur