Taumgöngunámskeið

Að njóta þess að vera úti saman í göngutúr skiptir öllu máli. Ef hundurinn á það til að vera æstur, hræddur, of glaður, smá stressaður, eða hreinlega á bara eftir að læra að toga ekki í tauminn er þetta námskeið fyrir þig.
Stundum er það að labba, aðeins of spennandi svo hundurinn missir sig og togar nánast af þér hendina. Við vinnum með væntingastjórnun og slökun á þessu námskeiði ásamt taumgöngu. Að geta slappað af úti skiptir öllu máli til þess að fá góða taumgöngu.

Á námskeiðinu förum við vel í taumgönguna með því markmiði að hundurinn geti labbað með slakan taum, þefað í rólegheitum, að hann geti slappað af úti og nái að veita þér athygli þegar þess þarf.

Ath. að þetta er ekki hælgöngunámskeið, þótt við munum fara í gegnum æfingar sem fá hundinn til að labba við hliðina á þér.

Allir geta verið með hvort sem þú/hundurinn hefur áður farið á námskeið eða ekki.

Þetta námskeið eru 4 skipti eða  í 4 klst alls, kennt er 1x í viku á mánudögum

Það eru hámark 4 hundar í hóp

1.Tími: er tími inni í 1 klst þar fer ég yfir æfingar sem þig gerið með hundinum ykkar heima.

2. Tími:  1 klst munum við halda áfram að setja inn æfingar og æfa með hundunum inni.

3. Tími:  1 klst  útitími

4. Tími: 1 klst útitími

Kostar: 24.000 kr.

Ef þið eruð með hund sem á erfitt með að vera innan um aðra hunda þá komið þið í fyrsta tímann án hundsins og lærið þar aðferðir og æfingar sem þið vinnið með í rólegu umhverfi, svo getið þið komið með hundinn í seinni tímana eða bætt við einum einkatíma við í lokin sem kostar fyrir þátttakendur kr. 10.000

 
 

Taumgöngunámskeið 4 skipti - 4 klst

Skráning

Taumgöngunámskeið

24.000kr
  • Fyrst fylla út skráningu að ofan og senda inn.