HundaAkademían er vettvangur fyrir hundaeigendur og hundavini þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeiðshald og þjónustu fyrir hunda og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirlitinu og veitir grunnnámskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum.
Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.
Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis nammi og leik.

Þú getur kynnt þér þau námskeið sem við höfum í boði hér á síðunni.

Við erum staðsett í Kópavogi á Skemmuvegi, bleik gata á neðri plani. Þar erum við með flotta húsnæði og flest námskeið fara fram þar inni. 

Við viljum nýta tækifærið og benda ykkur á spjallsíðuna okkar á Facebook. Þar geturðu spurt spurninga og fengið góð ráð ásamt því að deila myndum og sögum.