Reglur HundaAkademíunnar

1. Reglur þessar miða að því að skapa lærdómsríkt og heilbrigt vinnuumhverfi fyrir bæði leiðbeinendur, nemendur og hundana. Mikilvægt er að farið sé að reglum þessum, en alvarleg brot á þeim varða brottrekstur af námskeiðum skólans án endurgreiðslu.

2. Mikilvægt er að mæta í alla tíma námskeiðsins. Ef forföll verða óskast slíkt tilkynnt sem fyrst til leiðbeinenda. Falli tími niður verður tilkynnt um slíkt með sms og tölvupósti til þátttakenda. Boðið verður upp á nýjan tíma í stað þess sem niður fellur.

3. Hver hundur er á ábyrgð eiganda síns. Hundaakademían ber enga ábyrgð á slysum og/eða tjóni sem hundur eða eigandi hans kann að valda.

4. Ef þátttakandi er ósammála hundaþjálfara þarf hann ekki að framfylgja leiðbeiningum hans. Hundaþjálfari mun ekki gera athugasemdir við slíkt.

5. Hundar á námskeiði skulu bera venjulega hálsól eða beisli. Hálsól sem þrengir að öndunarvegi hunda eða tól sem getur meitt eða skaðað hund eru ekki leyfð á námskeiðinu.

6. Nota skal venjulega tauma sem eru 1.8-5 metrar á lengd. Ekki er leyfilegt að nota svokallaða flexi-tauma á námskeiðum.

7. Koma skal fram af virðingu við bæði hunda og aðra þátttakendur á námskeiðum. Undir engum kringumstæðum er leyfilegt að beita hund eða aðra ofbeldi. Hundaakademían bendir á að allt ofbeldi gegn dýrum brýtur gegn landslögum þar sem segir m.a. : „Óheimilt er að nota hvers konar tæki eða tól eða beita þau dýr sem þjálfa skal neinum þeim aðferðum eða þvingunum sem valda þeim sársauka eða hræðslu

Hundaakademían ehf. áskilur sér rétt til að vísa á brott hundaeigenda sem beitir hund ofbeldi og eftir atvikum tilkynna um slíkt athæfi til yfirvalda.

8. Árásargjarnir hundar og/eða hundar sem sýnt hafa árásargirni gagnvart fólki eða dýrum eru ekki heimilaðir á námskeið Hundaakademíunnar. Slíkir hundar þurfa fyrst sérstaka þjálfun hjá hundaþjálfara sem metur á hvaða tímapunkti hann er hæfur til að taka þátt í almennum námskeiðum hjá Hundaakademíunni.

9. Æstir, stressaðir eða hræddir hundar kunna að þurfa sérstaka þjálfun áður en almennt námskeið kemur að gagni. Vinsamlegast tilkynnið hundaþjálfara um það ef hundurinn er æstur, stressaður eða hræddur þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir og eftir atvikum bjóða upp á einkatíma fyrir slíka hunda.

10. Athugið að lögum samkvæmt ber hundum að vera bólusettir annað hvert ár og ormahreinsaðir árlega.

Skilmálar HundaAkademíunnar

Lestu skilmálana vandlega áður en þú pantar pláss á námskeiði hjá Hundaakademíunni. Eftirfarandi skilmálar við kaup á þjónustum, þ.á m. námskeiðum, hjá Hundaakademíunni.

1. Við skráningu á námskeiði þarf að greiða óafturkræft staðfestingargjald að fjárhæð. Fullt námskeiðsgjald þarf að vera greitt í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeið hefst. Við móttöku skráningar sendist tölvupóstur með nánari greiðsluupplýsingum.

2. Námskeiðsgjald verður ekki endurgreitt nema:

a) Um sé að ræða langveikindi, og þá eingöngu gegn framvísun læknisvottorðs.

b) Námskeiði er aflýst af hálfu Hundaakademíunnar.

3. Afbóka má pláss allt að 7 dögum áður en námskeið hefst. Afbóka skal námskeið við fyrsta tækifæri og skal slík afbókun berast skriflega til Hundaakademíunnar á netfangið: hunda@hunda.is . Við afbókun endurgreiðist námskeiðsgjald að frádregnu staðfestingargjaldi. Sé bókað á annað námskeið innan hálfs árs frá afbókun gengur staðfestingargjald upp í greiðslu nýs námskeiðs.

4. Námskeið fæst ekki endurgreitt vegna almennra veikinda eða annarra fjarvista.

5. Fullnægjandi árangur á eftirfarandi námskeiðum Hundaakademíunnar geta veitt afslátt af hundaleyfisgjöldum. Athugið að afsláttur og afsláttarreglur geta verið breytilegar eftir sveitarfélögum. :

[Grunnnámskeið]

Athugið að til þess að afsláttur af hundaleyfisgjöldum standi hundaeiganda til boða þarf hann að hafa sótt að minnsta kosti 80% tíma námskeiðsins og ná fullnægjandi árangri á bæði skriflegu og verklegu prófi.

6. Bent er á að sum stéttarfélög bjóða allt að 50% niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Reglurnar eru mismunandi eftir félögum og getur Hundaakademían ekki leiðbeint um niðurgreiðslu eða skilyrði hennar, en hvetur þátttakendur til að hafa samband við stéttarfélög sín til að fá nánari upplýsingar.

7. Allir hundar eru á ábyrgð eigenda sinna á námskeiðinu. Hundaakademían ber enga ábyrgð á slysum eða tjóni sem hundar og/eða eigendur þeirra kunna að valda.

8. Allir námskeiðs þátttakendur skuldbinda sig til að fylgja eftir reglum Hundaakademíunnar sem finna má á heimasíðunni www.hundaakademian.is. Alvarleg brot á reglum Hundaakademíunnar varða brottrekstur af námskeiðinu án endurgreiðslu.