Sporanámskeið

Ath: þetta námskeið er ekki í gangi núna. Endilega kíkið á NoseWork námskeiðið

Allir hundar geta sporað.

Að spora er að láta hundinn rekja slóð. Hvort sem það er að leita af manneskju, dóti/hlut eða nammi.

Við tökum jú eftir því hvað hundar þefa mikið í göngutúr. Þetta er þeirra aðal áhugamál. Svo hvernig væri að búa til sporaleik þar sem við leggjum slóð sem hundurinn á svo að finna.

Að spora veitir hundinum mikla andlega örvun, það er róandi fyrir hundinn og hundurinn verður vel sáttur og þreyttur eftir á.

Við getum kennt öllum hundategundum spor og bæði hvolpum sem eldri hundum. Svo framalega sem þeir hafa nef og hafa áhuga á að nota það þá geta þeir sporað.

Þetta er stutt, auðvelt námskeið, einungis tvö skipti þar sem við kennum hundinum að rekja innanbæjarspor.

Þjálfunaraðferðin

Við vinnum að mestu leiti með jákvæða styrkingu. Við leggjum áherslu á að kenna hundinum æskilega hegðun með því að grípa hana og verðlauna. Við stoppum óæskilega hegðun með því að kenna betri hegðun, vera ákveðin, kennum bannorð og fleira. Við notum aldrei ofbeldi í hundaþjálfun (sjá grein eftir Heiðrúnu Klöru).

Aðstaðan

Við erum með sérútbúna aðstöðu fyrir hundaskólann. Aðstaðan er innandyra og er sett þannig upp þannig að truflun sé í lágmarki. (sjá myndir)

Verð og næstu námskeið


[style_type=”none” top_margin=”0″ bottom_margin=”0″ sep_color=”” icon=”” width=”” class=”” id=””]

Bóka námskeið
    Önnur námskeið

    Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
    Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
    Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
    Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið