Nosework

NoseWork er nýjasta æðið í hundaheiminum, sem gengur út á að nota þefskyn hundsins með því að leita að lykt í ílátum, ílátaleit og efnaleit (svona eins og lögreglu- og fíkniefnahundar læra).

Þessi þjálfun ýtir undir hið stórkostlega þefskyn hunda með því að nýta áhuga þeirra á að leysa verkefni. Nose Work hentar hundum af öllum stærðum og gerðum og er hannað fyrir þá sem leita að rólegu verkefni sem veitir bæði hundum og eigendum þeirra frábæra umbun. Með því að nýta einfalda leitarhæfileika hundsins byggir þjálfunin upp sjálfstraust, losar um andlega og líkamlega orku og styrkir tengslin milli hunds og eiganda. Allar hundategundir geta verið með og eru velkomnar.

Það sem er svo frábært með NoseWork er að það er hægt að stunda hvar sem er. Bæði úti og inni heima hjá sér.

NoseWork 1
Á þessu námskeiði kynnumst við ílátarleit og innanhúsleit. Eftir námskeiðið getið þið auðveldlega stundað þessa frábæra íþrótt hvar sem er. Námskeiðið fer fram innandyra.

NoseWork 1 – framhalds.
Framhald af NoseWork 1. Við förum í utanhússleit og faratækjaleit. Námskeiðið fer fram utandyra.

NoseWork 1 – flóknari leitir og lyktarpróf
Nánari upplýsingar síðar.

NoseWork 2 – kynning á nýrri lykt. Lárviðalauf. Nánari upplýsingar síðar.

Verð og næstu námskeið

Verð:
NoseWork 1 (ílátaleit, innan- og utanhússleit) 22.000 kr.
9 klst námskeið, 6 skipti.  Innifalið er eukalyptus lykt.

NoseWork 1 framhalds (utanhússleit og faratækjaleit): 15.000 kr.
7,5klst námskeið, 5 skipti. Verklegir tímar eru úti á mismunandi stöðum.

Bóka námskeið
Önnur námskeið

Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið