NoseWork

NoseWork er nýjasta æðið í hundaheiminum, sem gengur út á að nota þefskyn hundsins með því að leita að lykt í ílátum, ílátaleit og efnaleit (svona eins og lögreglu- og fíkniefnahundar læra).

Þessi þjálfun ýtir undir hið stórkostlega þefskyn hunda með því að nýta áhuga þeirra á að leysa verkefni. Nose Work hentar hundum af öllum stærðum og gerðum og er hannað fyrir þá sem leita að rólegu verkefni sem veitir bæði hundum og eigendum þeirra frábæra umbun. Með því að nýta einfalda leitarhæfileika hundsins byggir þjálfunin upp sjálfstraust, losar um andlega og líkamlega orku og styrkir tengslin milli hunds og eiganda. Allar hundategundir geta verið með og eru velkomnar.

Það sem er svo frábært með NoseWork er að það er hægt að stunda hvar sem er. Bæði úti og inni heima hjá sér.

NoseWork  – byrjenda
Á þessu námskeiði kynnumst við ílátarleit og innanhúsleit. Eftir námskeiðið getið þið auðveldlega stundað þessa frábæra íþrótt hvar sem er. Námskeiðið fer fram innandyra.

NoseWork – framhalds.
Framhald af NoseWork 1. Flóknari leitir. Lyktarpróf innifalið í námskeiðinu og æfingarkeppni í lokin. Námskeiðið fer fram að mestu innandyra en förum stundum út í faratækjaleit og utanhúsleit.

NoseWork er hægt að æfa hvar sem er bæði úti og inni. Þú getur jafnvel skellt í leit meðan þú ert að elda, til þess að þreyta hundinn vel fyrir kvöldið.
Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson (Ingó) NoseWork þjálfari

Ingó hefur verið NoseWork þjálfari hjá okkur síðan við byrjuðum með íþróttina 2017. Ásamt því að hafa lokið NoseWork þjálfaranáminu, hefur hann lokið Sporahundanámi í Þýskalandi. Hann er einnig á útkallslita hjá Björgunarsveit Íslands.
Hann æfir hundana sína í Víðavangsleit, Snjóflóðaleit og Sporaleit, Nosework, ásamt því að æfa hlýðni og trix

NoseWork - byrjenda námskeið:

Skráning

Til að staðfesta plássið þarf að ganga frá greiðslu. Hægt er að greiða með millifærslu eða greiðslu síðu hér að neðan. Ath að ef þið ætlið að nýta stéttarfélagsstyrk þarf greiðandi að vera sá sem ætlar að nýta styrkinn.  VR og Efling styrkja sem og nokkur önnur félög í formi tómstunda, fræðslu, eða varssjóðsstyrk.

Ef þú vilt millifæra 
HundaAkademían
kt: 530821-0560Reikngsnúmer: 515-26-8112
Senda þarf kvittun á hunda@hunda.is
Skýring: Nafn á hundi + tegund