Project Description

Ég var mjög glöð að finna þjálfunaraðferð fyrir hunda sem byggist á sömu aðferðarfræði og þeirri sem ég nota við að þjálfa hesta. Að hundurinn (og hesturinn) sé rólegur, öruggur með sjálfan sig, treysti manninum, skilji ábendingar og aðferðir og sé jákvæður gagnvart þjálfun og vinnu. Sem leiðir af sér minni togstreitu milli eiganda og dýrs og það er skilningur beggja megin. Mér þykir það nauðsynlegt að kynna sér og læra atferli hunda áður en fólk fær sér hund, þannig situr eigandi eftir með færri spurningar og meiri skilning gagnvart ferfætlingi sínum og báðum aðilum gengur betur með hvorn annan. Að auki var gaman að læra að nota klikker í þjálfun sem eykur skilning enn frekar á mikilvægi nákvæmra tímasetninga, ábendinga og umbunar. Mæli með þessari þjálfunaraðferð fyrir alla sem vilja skilja dýrin sín”.