Hundahlýðninámskeið í júní

HundaAkademían stefnir á að halda hundanámskeið á Klaustri.

Við ætlum að koma til ykkar á Klaustur og halda hundanámskeið utan dyra.

Námskeiðið verður sannkallað hrað-námskeið þar sem við hittumst í 3 daga i röð og 2 klst hver tími. Þá förum við yfir helstu hlýðni æfingar sem gagnast ykkur í daglegu lífi sem og grunnur í að æfa áfram hlýðni, veiði, sýningar, hundafimi, spor, nosework og allt annað skemmtilegt.

Við förum meðal annars yfir:
Slökun, heima við og kringum áreiti eins og hunda/gesti.
Hlýðni æfingar eins og sitja, liggja, kyrr og ætlum svo að fá þrusu gott innkall.
Sjálfstjórn og góðar venjur.
Taumganga og hælganga, og munin þar á milli.
Spora æfingar og aðrar leiðir til að gefa hundinum andlega örvun.
Lærum að lesa í merkjamál hunda og skilja þeirra atferli og þarfir.
Stress hegðun og lausnir við því.
Fyrirlestrar á netinu sem þið horfið á heima. Þar förum við yfir merkjamál og stress, góðar venjur, jákvæða styrkingu og óæskilega hegðun. Samskipti hunda við börn. Gelt og lausnir við því. Innkall og neyðarinnkalls æfingar.

Hægt er að byrja að horfa á fyrirlestrana um leið og þið pantið námskeiðið og vera búin að horfa á allt þegar námkeiðið byrjar. Við mælum með því, þá fáið þið meira út úr þessari helgi.

Þið fáið svo eftirfylgni og aðgang að öllu efni í 3 vikur eftir námskeiðið.  Það er þá allir fyrirlestarnir, allar æfingar með hundana auk þess að fá auka æfingar til að prófa heima. 

Uppbygging námskeiðs.

Hópa-námskeið:
Verð:
Með hund: 35.000kr. per hund.
Hundlaust-pláss: 20.000kr per hund.
3 skipti. Hver tími er í 2 klst. Samtals 6 klst. verklegt + 5 klst. fyrirlestrar á netinu.

Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið eins og VR og Efling.

Hundlaust pláss:
Hundlaust-pláss virkar þannig að þú mætir án hundsins í hópatíma. Hlustar á okkur og horfir á alla gera æfingar. Þú færð að spyrja og taka þátt eins og hinir sem eru með hunda í tímanum. Þannig færðu allar upplýsingar og æfir svo hundinn heima eftir tímana og tekur upp myndbönd af völdum æfingum og sendir okkur og færð eftirfylgni að ná æfingum í 3 vikur eftir námskeiðið.
Hundlaust-pláss hentar fyrir þá sem eru með hunda sem geta ekki verið í hópanámskeiði með öðrum hundum. Það getur verið hræðsla, mikið gelt, streita, kvíði eða veikindi. 
Ef þú ert ekki viss þá hafðu samband á www.hunda.is

Skráning og næstu námskeið

Dagsetningar   23. – 25. júní 2022

Námskeið á Klaustri

kr 35.000
  • Júní - 2022
  • Hentar öllum hundum

Eftir greiðslu, þá fyllið þið út þetta form til að láta okkur fá upplýsingar um þig og hundinn ykkar.