Allir hundar geta sporað.
Að spora er að láta hundinn rekja slóð. Hvort sem það er að leita af manneskju, dóti/hlut eða nammi. Skemmtilegasti leikurinn til að gera með hundinum úti í göngutúrum.
Við tökum jú eftir því hvað hundar þefa mikið í göngutúr. Þetta er þeirra aðal áhugamál. Svo hvernig væri að búa til sporaleik þar sem við leggjum slóð sem hundurinn á svo að rekja.
Að spora veitir hundinum mikla andlega örvun, það er róandi fyrir hundinn og hundurinn verður vel sáttur og þreyttur eftir á.
Við getum kennt öllum hundategundum spor og bæði hvolpum sem eldri hundum. Svo framalega sem þeir hafa nef og hafa áhuga á að nota það þá geta þeir sporað.
Kennt verður innanbæjarspor, við notum ekkert nammi í sporinu en að sjálfsögðu er fjársóður í endanum sem hundurinn lærir að leita af. Það það er í byrjun nammi hrúa, en getur svo í framtiðinni verið dót eða annað spennandi að finna.
Eftir þetta námskeið getið þið látið hundinn rekja ca 100-300 metra spor, þegar hundur er búinn að spora í 15 mín jafnast á við 2-3 klst í göngutúr, sem sagt þreyttur og sáttur hundur.
Skráning á sporanámskeið
Verð: 29.500
4 skipti – 1,5 klst hvert skipti ca.
- 21. sept sunnudagar kl. 11 - 1x í viku
Til að skrá á námskeið þá fyllir út formið hér að neðan. og velur greiðslu leið í kjölfarið. Ath að plássið er bara staðfest eftir greiðsluna.
Ef þú vilt frekar millifæra
HundaAkademían & 4 Hundar slf.
Kt. 510325-1840
Banki: 0537-26- 012948Reikngsnúmer: 515-26-8112
Senda þarf kvittun á hunda@hunda.is
Skýring: Nafn á hundi + tegund