Framhald eftir grunnnámskeið - fyrir hvolpa frá 16 vikna - Næsta námskeið byrjar laugardag 6. september kl. 10:30
Ertu búin/n að klára grunnnámskeið og vilt halda áfram að byggja upp sterkari samskipti við hundinn þinn? Þá er framhaldsnámskeiðið okkar fullkomið næsta skref!
Á þessu námskeiði aukum við færni í grunnæfingum og bætum við nýjum æfingum sem þjálfa sjálfstjórn, einbeitingu og gleði í vinnu.
Áherslur námskeiðsins:
- Sitja – með bið
- Liggjandi kyrrstaða
- Innkall við aukið áreiti
- Hælganga og taumganga með einbeitingu
- Kyrrstaða með fjarlægð og truflun
Trix og leikir (styrkja tengsl og sjálfstraust):
- Bakkganga
- Koma inn við hæl
- Sækja dót og skila
- Snúa í hring, beygja sig, o.fl.
Æfingar í nærveru annarra hunda
Við vinnum í meira áreiti og truflunum til að styrkja einbeitingu og hlýðni, jafnvel með öðrum hundum nálægt – frábært fyrir daglegt líf og útivist!
Skipulag og lengd:
Tími: 1x í viku – laugardögum kl. 10:30
Fjöldi skipta: 5 kennslustundir
Lengd hvers tíma: u.þ.b. 55 – 60 mínútur
Kennslan fer fram á Skemmuvegi 40, bæði inni í sal og úti á túni. Við leggjum áherslu á að kennslan fari fram í jákvæðu og hvetjandi umhverfi með áherslu á góð samskipti og virðingu milli hunds og eiganda.
Skráning á námskeið
Ef þú vilt millifæra:
HundaAkademían & 4 Hundar slf.
Kt. 510325-1840
Banki: 0537-26- 012948
Setja skýringu nafn á hundi
Senda kvittun á hunda@hunda.is
Grunn-framhald - 6. september kl. 10:30
-
6. september kl. 10:30 - 5 skipti