Fyrirlestur um merkjamál hunda og stress

Í fyrsta bóklega tímanum á grunnnámskeiði förum við vel yfir helstu merki hunda og hvernig við getum notað merki á móti, t.d. ef hundurinn sýnir hræðslu þá getum við sent honum róandi merki.

Ef þú hefur áhuga á að læra meira um merkjamál hunda en vilt ekki þurfa fara á heilt grunnnámskeið til þess þá er í boði að skrá sig eingöngu í fyrsta bóklega tímann fyrir grunnnámskeiðin. Á þessum fyrirlestri eyðum við 3 klukkustundum í að tala um merkjamál sem og stress í hundum.

Eftir tímann átt þú að geta lesið þinn hund og aðra hunda sem koma að ykkur mun betur og veist þá hvernig þú átt að bregðast við þeim aðstæðum sem upp koma.

Verð og næstu fyrirlestrar

Tveir merkjamála fyrirlestrar verð: 8.000 kr.
Merkjamál og gelt tilboðs pakki 3 fyrirlestar:  10.000kr.
Þú mátt taka einn gest með þér á fyrirlestrana.


Ath: Fyrirlestrarnir eru haldnir reglulega  í tengslum við grunnnámkeiðin svo  ekki hika við að hafa samband og fá upplýsingar hvenær næsti fyrirlestur verður.


 • Tilboðs pakkaverð: Fyrirlestur + Einkatími
  Merkjamála fyrirlestar + 2 klst einkatími á 20.000kr
  Merkjamála og Gelt fyrirlestur + 2 klst einkatími á 24.000kr
  (ef bókað og greitt er saman)
  Athugið að sniðugt er að skoða lífsleikninámskeið sem er einkanámskeið og allir fyrirlestrar innifaldnir.
 • Næstu Merkjamála fyrirlestrar:
  Þessir fyrirlestrar eru einu sinni í mánuði, sendið póst á hunda@hunda.is
  Fyrirlestrar eru milli 2 – 2,5 klst hver.

  Panta þarf báða fyrirlestrana saman, ekki hægt að panta stakann fyrirlestur. Það þarf að taka fyrirlestur 1 fyrst og svo 2.

  Við forföll er hægt að færa pöntun á næsta fyrirlestur, ef látið er vita fyrirfram um fjarveru, gegnum tölvupóst (ekki samfélagsmiðla eða síma).

Hvað er merkjamál hunda?

Í stuttu máli er það tungumál og líkamstjáning hunda, hvernig þeir haga sér til að láta okkur, aðra hunda eða umhverfið vita hvernig þeim líður.
Hundar nota merki sín á milli, þannig tala þeir saman. Sem dæmi; þegar tveir hundar eru að fara að hittast senda þeir mörg merki til hvors annars sem hjálpar þeim að meta hvort þeir vilji hittast. Annað dæmi er að þeir geta sent okkur merki um hvernig þeim líður, t.d. ef aðstæður láta þeim líða illa.
Merkjamál hunda er eitthvað sem allir ættu að kunna, sérstaklega hundaeigendur, til þess að geta komið í veg fyrir slys, bit og þess háttar. Einnig til að hundurinn viti að við skiljum hann og að tilfinningar hans séu virtar.

Þjálfunaraðferðin

Við vinnum með jákvæða styrkingu. Við leggjum áherslu á að kenna hundinum æskilega hegðun með því að grípa hana og verðlauna. Við stoppum óæskilega hegðun með því að kenna betri hegðun, vera ákveðin, kennum bannorð og fleira. Við notum aldrei líkamlega refsingu í hundaþjálfun. Keðjuólar og annar búnaður sem meiðir eða hræðir hundinn er ekki leyfilegur á námskeiðinu.  (sjá grein eftir Heiðrúnu Klöru).

Aðstaðan

Við erum með sérútbúna aðstöðu fyrir hundaskólann. Aðstaðan er innandyra og er sett þannig upp að truflun sé í lágmarki. (sjá myndir)

Bóka fyrirlestur
  [recaptcha]

  Önnur námskeið

  Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
  Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
  Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.Kynntu þér málið
  Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið