Hlýðninámskeið – styrkur, einbeiting og samstarf
Á þessu námskeiði leggjum við meiri kröfur á hlýðni, sjálfstjórn og nákvæmni í samskiptum við hundinn.
Námskeiðið hentar hundum frá 12 mánaða aldri sem hafa þegar öðlast grunnfærni í hlýðni og vilja vinna áfram með eiganda sínum að krefjandi og skemmtilegum verkefnum.
Við vinnum í auknu áreiti og styrkjum færni í stjórn, fókus og nákvæmri framkvæmd æfinga – bæði í daglegu lífi og í gegnum rally obedience stöðvar.
Áherslur námskeiðsins:
- Hlýðni með meiri kröfum:
- Kyrrstaða með tíma og fjarlægð
- Nákvæm hælganga með beygjum
- Stjórn í áreiti og nálægð við aðra hunda
- Sjálfstjórn og samhæfing við eiganda
Við vinnum með valdar Rally Obedience stöðvar sem styrkja hlýðni, einbeitingu og liðsheild.
Hentar fyrir:
Hunda og eigendur sem vilja dýpka samvinnu og nákvæmni í æfingum og hunda sem stefna í frekari hlýðnipróf, sýningar eða einfaldlega krefjandi hugarleikfimi.
Markmið námskeiðsins er að auka einbeitingu, styrkja grunnatriði hlýðni og efla tengsl milli hunds og eiganda í gegnum verkefni sem krefjast trausts, nákvæmni og gleði.
Skipulag og upplýsingar:
Fyrir hunda 12 mánaða og eldri
5 skipti – 1x í viku, hvert skipti um 50–60 mínútur
Tímarnir fara fram í skólanum á Skemmuvegi 40, Kópavogi.
Næsta námskeið
- Hægt að senda áhugaskráningu á aðra lotur síðar
Verð: 25.000 kr
Kennt er einu sinni í viku – 5 skipti- bæði inni og úti við hundaskólann.
Skráning
Hlýðninámskeið
-
13. sept kl. 10:30
-
5 vikur