Takk fyrir greiðsluna

Núna vantar okkur örfáar viðbóta upplýsingar

Hér eru upplýsingar varðandi krílatímana.

Við munun senda ykkur pdf skjal með fyrstu skrefin í hundauppeldi.
Neðar í póstinum finnur þú slóð á YouTube myndband varðandi áramóta æfingar sem þið getið gert heima.

  • Það þarf að skrá sig í hvern tíma í í krílahvolpatíma facebook hópnum.
  • Tilkynning um næsta tíma er sett inn á mánudögum.
  • Skráningafrestur er fimmtudagskvöld kl 20.
  • Forföll tilkynnist sem fyrst og frestur er kvöldið áður kl. 18 (ef þið látið ekki vita um forföll getur verið að það verði tekið af kortinu ykkar. Þetta gerum við til þess að hvolparnir fái að leika við sem flesta. Ef það forfallast hvolpar getur verið að við endurröðum í hópa svo hvolparnir sem mæta fái meira út úr tímanum.)
  • Finnur krílahvolpa hópinn hér: https://www.facebook.com/groups/1001858356503233/

Við biðjum svo alla  um að vera mætt 5 mín áður en tíminn byrjar.
Í viðhengi er að finna smá útskýring um hvar hundaskólinn er. Getur verið erfitt að finna staðinn.

Munið að koma með mjög gott  nammi. Oftast er ekki nógu spennandi með nammi úr dýrabúðum. Við notum oftast „ískáparnammi“ eins og lifrapylsu, pylsu, ost, skinku, soðin kjúkling. Mælum líka með að koma með tvær þrjár tegundir til að finna hvaða nammi er besta nammið fyrir hvolpinn þinn í svona áreiti og fjöri eins og er krílatímanum.
Skera svo bitana niður í pínu litla bita (eins og nögl á litla fingur, eða stærð við grænabaun fyrir stóra hunda og minna fyrir smáhunda). Koma með nóg af því, betra að koma með of mikið en of lítið í tímann.

Ath.

Að ekki koma með nammi í plastpoka, heldur frekar í nammitösku/poka eða íláti.

Allir hvolpar eiga að vera í  beisli eða ól og vera í taum (ekki flexi-taum sem er svona útdraganlegur).

Áramóta /hljóð þjálfun:
Settum upp videó fyrir ykkur sem þið getið gert heima varðandi hljóð þjálfun sem getur gagnast ykkur í áramóta undirbúning og öðrum aðstæðum sem er öðruvísi en hinn venjulegi dagur hjá hundinum.

Youtube videó er að finna hér: https://youtu.be/uy9YmjhVQTI

Það er fínt að dunda sér í svona æfingum daglega núna og gera þetta að skemmtilegum leik.

Mæli einnig með að lesa þessa grein fyrir frekari pælingar og ráð varðandi áramótin.

https://hundaakademian.is/hundar-og-aramotin/

Leiðbeinendur sem eru að kenna krílahvolpatímana eru,
Villa, Elísa, Alexandra, Svanhvít.

Hlökkum til að sjá ykkur.