Opnir tímar – Klippikort

Þetta eru tímar opnir fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði hjá okkur. Þetta á við að eigandi/þjálfari hundsins, sem vill mæta í opnu tímana, þarf að hafa verið á grunnnámskeiðinu með hund. Leyfilegt er að mæta með annan hund en var á námskeiðinu svo framalega sem þið hafið náð grunn-hlýðni á þeim hundi, sambærilegt og æft var á námskeiðinu.

Hvernig vera með?
Nr. 1:  Kaupa þarf klippikort með því að millifæra fyrirfram eða koma með pening í fyrsta tímann (þarf að láta mig vita að þið ætlið að greiða með pening þá, annars er ekki skráning gild).
Nr 2: Finna event á facebook síðunni okkar og skrá þig í komment undir færslu fyrir hvern tíma. Athugið að skrifa “going” er ekki nóg. Eventið má finna hér.

Við skiptumst á að þjálfa hlýðni-þjálfun, trix og leiki, sem og þeir hundar sem vilja geta fengið að fara á speeddate. Við æfum einnig mikið slökun í tímunum og reynum þannig að halda æsing í lágmarki.

Stundum verðum við með sérstakt umhirðu þema, eins og klippa neglur, bursta og baða vandamál og annað í þeim dúr.

Það verða einnig tímar úti sem göngutúra umhverfisþjálfun, í þessum tímum verður tekið fyrir, jafnvægis æfingar, spora og leita leikir sem og hlýðni þjálfun í truflun.

Þetta er nýjung hjá okkur og kemur svo í ljós hvort þessir tímar verða fastur liður, ef vel gengur, en við ætlum að hafa þá allavegana fram að páskum svo þið fáið góðan tíma til að geta notað kortið.

Þið fáið checklista yfir æfingar sem okkur finnst þið ættu að byrja á, bæði í trixum og hlýðni, þannig náum við að nýta trix-tækni í hlýðni þjálfun. Við notum að sjálfsögðu klikkerþjálfun. Hver og einn hundur fær svo þennan checklista í hendurnar í fyrsta tíma.

Þannig að fyrsti tíminn verður slökun, og byrjað á grunn-atriðum til að komast í flóknari æfingar.

Dæmi um grunn-atriði að byrja á,
Nota nefið og ýta/snerta/halda…
Nota mun til að taka upp/halda í/skila/bera…
Nota framlappir til að snerta/ýta/stíga á…
Nota afturlappir til að bakka/snerta/stíga á/snúa sér..
Slökun í áreiti klárlega stórt grunn-atriði að vinna með.
Geta sagt kyrr og notað það auðveldlega.

Þegar þið hafið náð þessum grunn atriðum þá getið byrjað að mæta með V.I.P hópi sem vinnur áfram að þjálfa flóknari trix og hlýðni æfingar.

Reiknum með að prófa þetta fyrirkomulag fram að páskum svo þið þurfið allavegana að ná að klára kortið fyrir þann tíma.

Lóðatíkur geta ekki mætt í tíma, sem og hundar sem eru reaktívir við aðra hunda.
Það kemur fyrir að hundur er ekki reaktivur á aðra hunda, en hann er það stressaður að hann er ekki að ná að einbeita sér að þjálfun innan um aðra hunda. Ef það kemur í ljós eftir nokkur skipti að þinn hundur er ekki að geta unnið í hóp, þá færðu að nýta inneign af klippikortinu í einkatíma til að fara betur yfir úrræði til að vinna með stressið í hundinum.

Ekki er endurgreitt klippkort, en það má gefa/selja það öðrum.

Spurningar er hægt að senda á hunda@hunda.is

Verð og næstu námskeið

Verð:

KYNNINGARTILBOÐ Í OKTÓBER: 10 skipti á 18.000kr

10 skipta klippikort: 20.000 kr.
5 skipti klippikort: 12.500 kr.
“Hundanörda” kort fyrir þá sem ætla mæta mjög oft. Hafið samband fyrir verðtilboð.

Skránig fer fram með því að greiða fyrir kortið, sjá greiðslu upplýsingar á fb.eventinu.

  • Tímar eru á mismunandi dögum og tímum. Skoðið event á facebook síðunni okkar til þess að sjá hvenær tímarnir eru. Eventið má finna hér.

* Smellið á námskeiðin til að sjá tímayfirlit.

Önnur námskeið

Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið