Aðalmarkmið TTouch eða Tellingon Touch, er að bæta líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt jafnvægi hjá hundinum. 
Aðferðin hjálpar við að losa um spennu, minnka hræðslu við snertingu og auka vellíðan. Einnig bætir hún líkamsburð og hegðun.

Við erum með tvennskonar námskeið, lengra námskeið sem eru nokkur skipti og svo ör-námskeið sem við köllum Ttouch-áramóta og er eitt skipti með áherslu á að hjálpa hundinum í gegnum erfiða tímabilið sem er framundan. 

Unnið er með jafnvægi og tilfinningu fyrir rými, mjúkar snertingar, vafninga (body wrap), taumæfingar og frjálsa vinnu (freework). Eigandi lærir að leiða hundinn á skýran og mjúkan hátt svo hundurinn haldi líkamlegu jafnvægi.

Mjúkar snertingar: Losa spennu úr líkamanum sem minnkar streitu og býr til jákvæða tengingu við snertingu.

Taumæfingar: Bæta tilfinningu hundins fyrir eigin líkama, auka samhæfingu og jarðtengingu. Betri taumganga.

Vafningar: Tækni í að vefja hundinn í ýmsar vafninga til að ná betri slökun, mjög sniðugt að nota yfir áramótatímabilið. Innifalið á námskeiðinu er vafningur fyrir þinn hund.

Frjálsa-vinnan: Freework er nýleg viðbót við Ttouch-aðferðina, hún gengur út á örvun á skynfærum með þefvinnu og upplifun af rými og hlutum. Þegar hundurinn er að rannsaka, þá er hegðun og líkamstjáning skoðuð.

Þar sem líf hundanna er mest í taum, þá er þetta námskeið hugmyndafræði um hvernig við lifum saman og hjálpum þeim að finna vellíðan. Þannig getum við minnkað hegðunarvandamál eins og tog í tauminn, óþarfa gelt, stress, óróleika eða ofvirkni. Einnig getur þetta hjálpað til við að flýta bata eftir sjúkdóm eða meiðsli. Einnig getur þetta minnkað kvíða vegna hljóðhræðslu.

Þetta er hópanámskeið og þurfa hundarnir að geta verið innan um aðra hunda til að bóka pláss með hund. Ef hundurinn er mjög stressaður eða reaktívur á aðra hunda er hægt að taka pláss án hunds. Einnig verður hægt að panta einkatíma með Maríu eftir námskeiðið til að vinna sérstaklega með hundinn.

María Weiss er lærður Ttouch-þjálfari, hundaþjálfari og með diploma í hundaatferlisfræði. Hún hefur verið að halda námskeið fyrir bæði hunda og hesta. 

Hægt er að skoða meira á facebook hóp fyrir TTouch og lesa reynslusögur frá öðrum.

Hægt er að skoða meira á facebook hóp fyrir ttouch  og lesa reynslu sögur frá öðrum.

 
María Weiss lærður ttouch þjálfari og hundaatferlisfræðingur

Næstu námskeið

TTouch- áramóta námskeið. 
1 skipti í 2 klst. Hægt að bóka pláss með eða án hunds.
Áhersla á mjúkar snertingar og vafningar sem er rosa gott að nota við streitu/kvíða t.d. tengt flugeldahræðslu.
Námskeiðið fer fram á Skemmuvegi í Kópavogi

Dags:
Hópur 1. 11. des kl. 10:30 til 12:30.  (Fullt)
Hópur 2. 11. des kl. 13:00 til 15:00. (Fullt-)

27. desember
Hópur 1 – 27. desember kl. 15:00 til 17:00 – Biðlsti
Hópur 2 – 27. desember kl. 18:00 til 20:00

 

Verð:
12.000 kr með hund.
6.000 kr án hunds.
Innfalið er vafningur fyrir hundinn þinn andvirði 2.200kr

Til að skrá á námskeið fyllir þú út skráningaformið hér og gengur frá greiðslu.

Skráningaform

Til að bóka plássið þarf að ganga frá greiðslu með annað hvort millifærslu eða korta greiðslu.

HundaAkademían
kt: 530821-0560
R: 515-26-8112
Senda þarf kvittun á hunda@hunda.is
Skýring: ttouch + nafn á hundi