Lífsleikninámskeið hentar öllum sem vilja einkanámskeið.
Hvort sem þú vilt vinna með vandamál eða hlýðniþjálfun.

Algeng atriði sem unnið er í á þessu námskeiði er:
Gelt
Gestakoma.
Innkall
Hræðsla
Kvíði
Árásagirni
Togar mjög mikið í tauminn.
Hlustar ekki á fólkið sitt.
Sjálfstjórn (stelur mat, dóti, fer á staði sem hann má ekki).
(Við vinnum ekki með aðskilnaðarkvíða á þessu námskeiði)

Lífsleikninámskeiðið er einkanámskeið og getur byrjað hvenær sem er.
Námskeiðið er 4 klukkutímar og verður hægt að skipta þessum tíma niður í nokkur skipti eða einingar þar sem hver eining er 30 mínútur. Fyrst er atferlisviðtal sem tekur 1,5 klst. Eftir það er ákveðið hvernig næstu tímar verða, hvort þeir verða í klukkutíma eða hálftíma en það fer eftir því með hvað við ætlum að vinna í tímanum.
Þú færð sendan ítarlegan spurningalista sem þú fyllir út og sendir til baka áður en við hittumst.
Í atferlisviðtalinu förum við yfir spurningalistann og greint er með hvað þarf að vinna. Þið fáið heimaverkefni eftir fyrsta tímann og eftir það er ákveðið hvenær við hittumst næst. Það getur verið vika, tvær eða þrjár og fer það alveg eftir því hvaða heimaverkefni þið fenguð. Hvaða æfingar og heimaverkefni þið fáið fer alveg eftir því hvaða atriði þið viljið vinna með.
Innifalið í námskeiðinu eru fyrirlestrar sem eru til á upptökum á netinu núna vegna covid. Fyrirlestrarnir eru um merkjamál, stress, atferli og fleira.

Verð: 52.000kr 
innifalið eru 4 klst verkleg þjálfun, sem gildir í 3 mánuði frá skráningu.
5 netfyrirlestar um merkjamál, stress og atferli. sem og innkall og styrkingu.

Þetta námskeið gefur ekki afslátt af hundaleyfisgjöldum.

Skráning eða senda fyrirspurn með því að fylla út formið hér að neðan.

Eftir að þú hefur sent inn skráningu hér að ofan, þarftu að ganga frá greiðslu með annað hvort millifærslu eða korti. 

Ef þú vilt millifæra:
HundaAkademían
kt: 530821-0560
reikngsnúmer: 515-26-8112
verð: 52.000kr 

Lífsleikninámskeið

greiða þarf við skráningu
52000 kr
  • 4. verklegir klst þjálfun
  • 5 fyrirlestrar um merkjamál, stress og atferli
  • Gildir í 3 mánuði frá skráningu
Popular