Klikkernámskeið

Farið er í hugmyndafræði klikker þjálfunnar og hvernig við getum notað klikkerinn til að móta og grípa hegðun. Á námskeiðinu kennum við hundinum skemmtilegar kúnstir með klikkerþjálfun.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í klikkerþjálfun, þú þarft ekki að kunna neitt áður en þú kemur. Þú þarft ekki að hafa lokið grunnnámskeiði til að vera með. Einu kröfurnar eru að hundurinn þinn getu verið innan um aðra hunda og fólk og þú hafir áhuga á að læra.

Verklegir tímar

Verklegu tímarnir eru 4 skipti. Allir tímarnir fara fram innandyra. Tveir tímar eru 1,5 klst þar sem verður aðeins meira bóklegt með í þeim tímum.
Þetta eru krefjandi tímar og því hentar ekki fyrir yngri börn að þjálfa í þessum tímum, þau eru samt velkomin að koma með.

Eftir þetta námskeið er hægt að skrá sig á framhalds trix námskeið (nýjung) sem mun heita Klikker-klár.

Verð og næstu námskeið

Verð: 22.000 kr.
5  klst. verklegir tímar og innifelur klikker

  • Erum að skipuleggja námskeið vorönn 2024 . Sendið endilega inn áhugaskráningu.
* Smellið á námskeiðin til að sjá tímayfirlit.

Þjálfunaraðferðin

Í klikkerþjálfun er notast við lítið tæki sem heyrist klikk hljóð úr. Klikkerinn hjálpar okkur að grípa rétta augnarblikið sem hundurinn sýnir okkur hegðun sem við viljum. Með hjálp klikkersins mótum við svo hegðunina í þá átt sem við viljum.

Aðstaðan

Við erum með sérútbúna aðstöðu fyrir hundaskólann. Aðstaðan er innandyra og er sett þannig upp þannig að truflun sé í lágmarki.

Bóka námskeið












    [recaptcha]

    Önnur námskeið

    Merkjamál hunda er fyrir þig ef þig langar að kynna þér betur hvernig hundurinn þinn tjáir sig en finnst grunnnámskeið vera of stór pakki.Kynntu þér málið
    Framhaldsnámskeið eru tilvalin fyrir þá sem eru með góðan grunn en vilja læra meira. Æfingarnar gagnast hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í hlýðni. Hver vinnur á sínum hraða.Kynntu þér málið
    Grunnnámskeið hjá HundaAkademíunni hjálpa þér að leggja góðann grunn fyrir framtíðina. Námskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Kynntu þér málið
    Ef hundurinn þinn á erfitt með að umgangast aðra hunda eða fólk er grunnnámskeið kannski ekki fyrir þig. Á lífsleikninámskeiði HundaAkademíunnar er unnið í því að bæta félagsfærni hundsins.Kynntu þér málið