Klikkernámskeið
Námskeiðið er ætlað byrjendum í klikkerþjálfun, þú þarft ekki að kunna neitt áður en þú kemur. Þú þarft ekki að hafa lokið grunnnámskeiði til að vera með. Einu kröfurnar eru að hundurinn þinn getu verið innan um aðra hunda og fólk og þú hafir áhuga á að læra.
Verklegir tímar
Verklegu tímarnir eru 4 skipti. Allir tímarnir fara fram innandyra. Tveir tímar eru 1,5 klst þar sem verður aðeins meira bóklegt með í þeim tímum.
Þetta eru krefjandi tímar og því hentar ekki fyrir yngri börn að þjálfa í þessum tímum, þau eru samt velkomin að koma með.
Eftir þetta námskeið er hægt að skrá sig á framhalds trix námskeið (nýjung) sem mun heita Klikker-klár.
Í klikkerþjálfun er notast við lítið tæki sem heyrist klikk hljóð úr. Klikkerinn hjálpar okkur að grípa rétta augnarblikið sem hundurinn sýnir okkur hegðun sem við viljum. Með hjálp klikkersins mótum við svo hegðunina í þá átt sem við viljum.
Aðstaðan
Við erum með sérútbúna aðstöðu fyrir hundaskólann. Aðstaðan er innandyra og er sett þannig upp þannig að truflun sé í lágmarki.