Tækjatímar fyrir eldri hunda
Vegna fjölda fyrirspurna um að fá að koma með eldri hunda í krílahvolpatíma ætlum við að prófa að bjóða uppá tækjatíma fyrir eldri hunda. Tækjatímarnir eru snilld til að styrkja sambandið við hundinn og bæta sjálfstraustið hans. Tækjatímarnir eru líka mjög skemmtilegir fyrir krakka sem vilja gera eitthvað skemmtilegt með hundinum sínum.
Hægt er að kaupa tækjatíma, þrjá laugardaga í röð beint á eftir krílahvolpatímanum. Sjá tímatöflu.
Í þessum tímum er mikilvægt að hundarnir sem mæta séu góðir með öðrum hundum og fólki. Ef það er vandamál hjá ykkur mælum við með Lífsleikni námskeiðinu.
Bóka námskeið
Verð og næstu námskeið
Staðsetning og leiðbeinendur
Leiðbeinendur hjá HundaAkademíunni eru tveir og, þetta námskeið kennir:
Halldóra Lind Guðlaugsdóttir