Project Description
“Það er hægt að segja að Halldóra hafi bjargað samskiptum okkar Níkítu og hreinlega bjargað lífi hennar.”
Stuttu eftir að ég var búin að fá Níkítu fékk ég númerið hjá Halldóru Lind og hringdi í hana hágrátandi þar sem að Níkíta var að gera útaf við mig. Hún glefsaði endalaust í mig og og gelti á mig, ég var öll orðin marin og rispuð eftir glefsin. Hún hékk í fötunum mínum og það var allt ómögulegt hjá henni. Hún var óörugg og gleyfti matinn sinn. Hundur sem margir hefðu gefist fljótt uppá og gefið eða lógað. Æst í allt og sýndi leiðinlega hegðun. Níkíta er ekki eins og flestir hundar eru og með mörg vandamál þar sem ég var hennar 4 heimili þegar hún var aðeins 5 mánaða gömul.
Það er hægt að segja að Halldóra hafi bjargað samskiptum okkar Níkítu og hreinlega bjargað lífi hennar. Halldóra kom til mín stutt eftir að ég hringdi í hana og var hérna hjá mér í góðan tíma. Níkíta var alveg eins og ljós og sýndi sínar bestu hliðar, en hendurnar á mér sýndu fram á aðra hegðun. Hún gaf okkur góð ráð og kenndi okkur á klikkerinn.
Halldóra veitir mjög góða og persónulega ráðgjöf, ef það var eitthvað gat ég sent henni e-mail og ég fékk fljótt svör með góðum ráðleggingum og hvernig væri best að takast á við vandamálið. Og það voru ekki bara nokkrar línur heldur heilu ritgerðirnar og video til að sjá hvernig hægt væri að gera hlutina. Hún veitir manni og hundinum mikla athygli og greynilegt að hún leggur sig alla fram til að hjálpa manni. Hún er í þessu starfi af lífi og sál.
Í dag erum við Níkíta á réttri leið og gengur okkur mjög vel, en ef það eru einhver vandamál er ekkert mál að senda henni póst og fá ráðleggingar. Og ekki skemmir það fyrir að maður fær hrós fyrir það hvað gengur vel!