Ísland er á tímamótum hvað varðar hundaþjálfun. Eins og allt annað þá þróast einnig hundaþjálfun í takt við tímann. Til eru mismunandi aðferðir til að við þjálfun hunda. Til að útskýra aðeins fyrst þá vil ég skrifa um sögu hundsins.
Hundar eru náskyldir úlfum. Sagt er að hundurinn hafi verið til í lok tíma ísaldarinnar eða jafnvel lengra tilbaka.
Við vitum ekki hvernig þeir urðu tamið gæludýr. Sumir segja að þeir hafi ákveðið sjálfið að vera nálægt fólki og byrjað að aðstoða þau við veiðar og að þá fannst fólkinu sniðugt að hafa hundinn lifandi hjá sér í stað þess að borða hann. Eða að sumir hundar hafa ekki verið eins hræddir við mannfólkið og aðrir og ákveðið að sniðugt var að vera nálægt til að borða afganga sem fólkið henti frá sér. Semsagt ólst upp á ruslastöðum. Þannig hafi hundurinn verið nálægt og þróast í takt við okkur. Útlit hundsins mildaðist með árunum eftir því sem hann varð spakari.
Það var gerð tilraun á búrmínkum sem voru svo svakalega grimmir.

Þeir voru brúnir með villt útlit. Það var ákveðið að byrja rækta þá sem voru spakari en hinir. Eftir nokkurn tíma byrjaði mínkurinn að breyta útliti, þeir urðu mildari til útlits. Fengu breiðari andlit og svo byrjaði að koma aðrir litir í feldinn þeirra.
Þessi tilraun sýnir það hvernig ræktun breytir útliti á dýrunum. Við vitum til þess að hundar hafa verið ræktaðir til að sinna ákveðum verkefnum og hafa fengið útlitið eftir því.
Úlfurinn hélt svo áfram að rækta sjálfan sig þar sem það borgaði sig að vera hrædd við mannfólkið og halda sig langt í frá þeim. Úlfar hafa semsagt þróast í aðra átt. Alveg eins og apar hafa þróast í aðra átt en við. En samt eru Úlfar nánari skyldir en við og aparnir, þar sem hægt er að para hundi og úlfi.
Ástæðan fyrir að bannað sé að hafa hund á íslandi sem er blanda af úlfi er einfaldlega sú að úlfur sem er ekki hræddur við mannfólkið er þúsund sinnum hættulegri en venjulegur úlfur.

Hundaþjálfuninn byrjaði.

Árið 1970 kom út bók eftir David Mech „The Wolf“ sem bygðist á ransóknum um úlfa í þjóðgarði. Þar kom fram að úlfarnir voru að slást til að ákveða hver átti að ráða og sá sem réð var kallaður Alpha dog. Hæstur á virðingastiganum, þar kom einnig fram að hinir voru oft að reyna klifra ofar með því að slást. Út frá slíkum ransóknum var byrjað að líta á hunda sem úlfar sem vilja reyna klifra á virðingastiganum og reyna ráða yfir mannfólkinu. Í hvert skipti sem hundur sýndi hegðunarvandarmál var það útskýrt með því að hann væri að reyna ráða og honum var fellt í jörðina og haldið þangað til hann gafst upp. Þar sem úlfarnir gerðu þetta við hvort annað.
Það sem vísindamenn hafa komið fram til núna er að þessar ransóknir á úlfum hér áður gaf ekki rétta mynd af úlfum sem lifa í því fría. Þar sem ransóknirnar voru gerðar á úlfum sem manneskjan setti saman í þjóðgarð sýndi það ranga mynd af hvernig úlfar eru dagsdaglega. Þetta voru úlfar sem voru ekki endilega skyldir hvort öðru og ef þeir hefðu geta myndi þeir fara þaðan og í sitthvoru áttina.
Þegar vísindamennirnir byrjuðu að rannsaka úlfa í því fría kom önnur mynd í ljós. Þar ríkti nánast enginn árásagirni og úlfafjölskyldan lifði í sátt og samlind við hvort annað. En þeir komust að því að þetta var einmitt það, fjölskylda. Það var mamma úlfur og pabba úlfur sem var yfir flokknum og hinir úlfarnir í flokknum voru afkomendur þeirra. Þegar hvolparnir voru orðnir fullorðnir ca við 2 ára aldur þá ákvaðu þau sjálf hvort þau vildu vera kyrr eða fara á flakk og finna sinn eiginn flokk. Því bara mamman og pabbin eignuðust hvolpa í flokknum. Mamman hreinlega bannaði hinum tíkunum að para sig. Vísindamennirnir komust líka að því að hver og einn flokksmeðlimur áttu sitt hlutverk. Td var ekkert endilega pabbin sem leiddi veiðarnar, það gat verið yngri rakki sem var betri í því og fékk hann þá það hlutverk að stjórna veiðinni. Svo var td ein af yngri tíkunum sem var eftir heima og passa hvolpana þegar mamman fór með að veiða. Úlfarnir nota gott tungumál sín á milli og einu árekstar sem urðu voru í tengslum við lóðaríið á vorin. Annars var bara gleði og hamingja í hópnum.
Sjá videó á youtube þar sem David Mech talar um að það sem hann skrifaði fyrir löngu, gildir ekki lengur:
https://www.youtube.com/watch?v=tNtFgdwTsbU

Styrking við jákvæða hegðun

Út frá þessu hefur hundaþjálfun tekið breytingum. Við lítum ekki lengur á hundinn sem „úlf“ sem þarf að ýta niður og passa að hann ráði ekki yfir okkur. Við lítum á hann sem fjölskyldumeðlim. Við gefum honum hlutverk sem hann á að sinna. (í formi hlýðni æfinga, spor, leita, trix, hundafimi, smala, osfr.) Einnig lærum við á þeirra tungumál sem við köllum merkjamál og þannig látum við þá vita að við skiljum þá. Ef hundur gerir eitthvað sem við teljum er óæskileg hegðun þá skoðum við ástæðuna á bakvið. Oft má finna ástæðuna þegar leitað er að henni. Þegar við finnum hana þá vinnum við þannig á bug með hegðunina. Þannig að ef við hefðum bara skammað hundinn og svo ekkert meir, þá höfðum við ekki lagað neitt. Og þar sem hundurinn fær ekki að gera þessa tilteknu hegðun þá fer hann bara að gera eitthvað annað í staðin.
Tökum eitt dæmi.
Hundur er einn úti í garði og geltir svo oft á allt sem hreyfist fyrir utan garðinn. Eigandinn finnst þetta óþolandi og ákveður að kaupa sítrónu hálsband sem virkar þannig að þegar hundurinn geltir fær hann sítrónu spraut á sig. Flestum hundum finnst þetta óþægilegt og hætta þar af leiðandi að gelta. Eigandinn er voðalega ánægður. Nokkrum vikum seinna er hundurinn byrjaður að grafa upp allan garðinn sem hann hefur aldrei gert áður.
Þetta sýnir að eigandinn vann á bug með geltið en ekki ástæðuna fyrir geltinu. Ástæðan er ennþá þarna þótt hann fær ekki útrás fyrir henni með því að gelta. Hann tekur þá bara uppá því að grafa í staðinn. En hver var ástæðan? Oftast er í svona dæmi ástæðan að hundinum leiðist. Hann hefur of mikla orku sem hann hefur ekkert að gera við og finnst ekkert gaman einn úti í garð, þar sem hundar eru flokkdyr og vilja vera með sínum flokk.
Þegar eigandinn byrjaði að sinna hundinum meira, setja hann í vinnu semsagt gefa honum hlutverk þá hætti hundurinn að grafa enda var hann bara þreyttir eftir viðburðamiklann dag.

Styrking við jákvæða hegðun snýst um það að finna allt það jákvæða sem hundurinn gerir og verðlauna það. Hundar gera bara það sem borgar sig fyrir þá sjálfa. Ef þeir fá eitthvað sem þeim finnst gott eða gaman við ákveðna hegðun þá vilja þeir endurtaka hana. En ef þeir fá ekkert fyrir hana er hún líkleg til að hverfa.
Áður áttu þeir að hlýða af því að eigandinn sagði það. Núna bjóðum við þeim til að hlýða, og ef hann gerir það ekki fær hann ekkert fyrir. Þegar hundurinn er orðin vanur því að fá mikla athygli og hrós fyrir hluti þá tekur hann vel eftir hunsinu og finnst það ekkert skemmtilegt.
Hinsvegar hundar sem hafa verið þjálfaðir með hörku og tekið í þá þegar þeir gera rangt, finnast hunsið vera þægilegt. Þannig að ef þig langar til þess að prufa þessa aðferð þarftu fyrst að hlaða inn hrósið og athyglina með nammi og leik til þess að gera það efirsóknavert.
Það er stór miskilingur að það sé engar reglur og hundar sem þjálfaðir eru á jákvæðan átt komast upp með allt. Reyndar gera þeir margt sem þeir vilja, þeir bara vilja helst af öllu geðjast okkur og eru þar af leiðandi ofsalega góðir og hlýðnir.
Aðferðir sem er enn notaðar í dag t.d. að „kippa í tauminn“ þegar hundurinn togar er dæmi um það sem margir kalla „Old School“ aðferðir. Þar sem þjálfun gengur út á að ráða yfir hundinum og ef hann er sterkur þá bara nota vald.
Sem dæmi; Eldri hvolpur er á göngu með eigandanum sínum. Hann er byrjaður á grunnnámskeiði þar sem hundaþjálfari sagði öllum að fá sér keðju á hundinn og kippa um leið og hundurinn togar.
Þetta ákvað eigandinn að prufa í næstu gönguferð. Hundurinn er að þefa og hafa það kosý þegar hann allt í einu sér hund ca 500m í burtu. Hvolpurinn sem er alveg að verða kynþroska og orðin sterkur byrjar að toga allt hann getur og vill endilega fara að heilsa uppá hundinn. Eigandinn tekur sig þá til og kippir svo hart í tauminn að hundurinn hendist á bakið. Hundurinn veit ekkert hvað gerðist og ætlar að hlaupa í burtu, þá kippir eigandinn aftur í tauminn með sömu afleiðingum. Hundurinn hættir að toga og situr sem fastast á sama stað. „þetta virkaði „ hugsaði eigandinn. (nema hvað að hann er farin í sjokk)
Næst þegar hann labbar togar hinsvegar hundurinn aftur í tauminn og sama sagan endurtekur sig. Svona eru allir göngutúrar framundan.
Þegar hvolpurinn er orðin kynþroska fara hlutir að breytast. Hundurinn hefur lært að tengja aðra hunda við sársauka, að kirkjast og að eigandinn verður svakalega reiður. Þannig að aðrir hundar þýða svakalegt stress og erfið aðstæða sem hundurinn veit enganveginn hvernig hann á að haga sér í.
Í þessu dæmi var eigandinn einungis að skamma óæskilega hegðun en kenndi hundinum ekki hvað væri æskilega hegðunin.
Þetta er svakalega algengt í dag og við sjáum það á hundum sem eru slæmir þegar þeir sjá aðra hunda og eru í taum en eru alveg allt í lagi þegar þeir hitta aðra hunda og eru lausir.

Ef við tökum sama hvolp en eigandinn fór í hundaskóla þar sem kennt var styrking við jákvæða hegðun.
Eldri hvolpurinn er á göngu með eigandanum sínum. Hundurinn er að þefa og hafa það kosý þegar hann allt í einu sér hund ca 500m í burtu. Eigandinn hefur lært það á námskeiðinu að gefa nammi í hvert skipti sem hundurinn sér eitthvað sem hann á ekki að veita athygli. Hann gerir það og er að smá tala við hundinn og gefa honum nokkra pínu litla pylsu bita á meðan þeir halda áfram að labba þangað til hvolpurinn hefur gleymt hundinum og þeir halda áfram.
Þegar hundurinn togar í tauminn hefur eigandinn lært það að hreinlega stoppa og/eða bakka þangað til hundurinn gefur slakan taum. Hann þarf að gera þetta í nokkur skipti þangað til hundurinn fattar að hann kemst ekkert áfram ef hann togar.
Þegar hundurinn er orðin kynþroska og sér aðra hunda á göngu er hann orðin vanur því að leita til eigandans og eigandinn á mjög auðvelt með að grípa athygli hundsins ef hann þarf. En núna tengir hundurinn það að hitta aðra hunda við jákvæða athöfn að hann bara röltir framhjá án þess að gelta. Jafnvel geta þeir hist ef svo ber undir.
Hundurinn hefur lært hvað hann á að gera strax frá byrjun og þar af leiðandi varð þetta aldrei neitt mál.

Ég ætla ekki að fara útí öll stóru orðin sem þjálfunaraðferðirnar heita, því það er auka atriði. Það sem skiptir máli er að þú hundaeigandi góður skilur það að þegar við erum að tala um styrkingu við jákvæða hegðun þá erum við að tala um aðferð sem er notuð útum allan heim núna. Hún er kennd í öllum helstu hundaþjálfunarskólnum nú tildags og virkar vel. Hún virkar sem fyrirbyggjandi kennslu aðferð. Að koma í vegfyrir að skapa vandarmálahund sem ræðst á aðra hunda eða önnur dýr.
Að þjálfa vandamálahund er alveg sér kafli fyrir sig og þá þarf fyrst að finna ástæðuna og reyna vinna úr henni frekar en bara hegðununni.
Ef þú vilt skoða aðferðina nánar mæli ég með eftirfarandi heimsfrægum þjálförum.