Á döfinni

Dagskrá:

Opnir tímar

Önnur námskeið


HundaAkademían er hundaskóli sem leggur áherslu á jákvæða styrkingu.

Boðið er upp á fjölbreytt námskeiðshald og þjónustu fyrir hunda og fjölskyldur þeirra. Samhliða námskeiðshaldi býður HundaAkademían upp á einstaklingsbundna ráðgjöf þegar þörf krefur.

Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og veitir grunnnámskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum. Ath að sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið hjá okkur.

Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.

Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis nammi og leik.

Fyrstu skrefin í hundaþjálfun eru að koma á Krílahvolpatímana og Grunnnámskeið. Í framhaldinu er hægt að velja framhaldsnámskeið, klikker – trix, hlýðninámskeið og margt fleira.

Kynntu þér nánar á þessari síðu þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Grunnnámskeið

Grunnnámskeiðið er það námskeið sem er bæði fyrir hvolpa og eldri hunda. Mælum með að byrja sem fyrst með hvolpa eða fljótlega eftir fyrstu sprautuna.

SKRÁÐU ÞIG Í DAG

Skoða nánar

Framhaldsnámskeið

Þetta námskeið er fyrir alla sem eru búnir með grunnnámskeið hjá okkur í Hundaakademíunni.
Hundurinn þarf að vera vanur að æfa innan um aðra hunda, sem sagt æfing með truflun.

SKRÁÐU ÞIG Í DAG

Skoða nánar

Merkjamál hunda

Í fyrsta bóklega tímanum á grunnnámskeiði förum við vel yfir helstu merki hunda og hvernig við getum notað merki á móti, t.d. ef hundurinn sýnir hræðslu þá getum við sent honum róandi merki.

SKRÁÐU ÞIG Í DAG

Skoða nánar

Einkatímar

Einkatímar geta passað þér sem…
átt hund sem glímir við hegðunarvandamál
vilt ráð varðandi þjálfun og námskeið henta ekki
varst að fá þér hund í fyrsta skipti og námskeið henta ekki
ert að íhuga að fá þér hund og vantar ráð varðandi næstu skref

SKRÁÐU ÞIG Í DAG

Skoða nánar

Pislar

Meðmæli