Ath. Vegna Covid-19 erum við ekki með námskeið í skólanum í apríl. Vonum eftir því að geta byrjað aftur í maí með krílahvolpatíma, grunnnámskeið og önnur námskeið. Það er hægt að skrá sig á biðlista á námskeið og fá póst þegar við ætlum að byrja. Ekki þarf að greiða fyrir að vera á biðlistanum.
Getum tekið á móti einkatímum í síma-tíma þangað til. Hafið samband á hunda@hunda.is
HundaAkademían er hundaskóli sem leggur áherslu á jákvæða styrkingu.
Boðið er upp á fjölbreytt námskeiðshald og þjónustu fyrir hunda og fjölskyldur þeirra. Samhliða námskeiðshaldi býður HundaAkademían upp á einstaklingsbundna ráðgjöf þegar þörf krefur.
Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og veitir grunnnámskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum.
Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.
Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis nammi og leik.
Fyrstu skrefin í hundaþjálfun eru að koma á grunnnámskeið. Í framhaldinu er hægt að velja framhaldsnámskeið, klikker – trix, sýningaþjálfun, hlýðninámskeið og margt fleira.
Kynntu þér nánar á þessari síðu þá þjónustu sem við bjóðum upp á.
Pistlar
Leiði
Leiði, notum göngutúrana og matinn
Við vitum öll að hundar þurfa að fá göngutúr daglega, en geta göngutúrar verið í mismunandi gæðum?
Ímyndaum okkur lífið okkar, hvað ef allir dagar væru eins? Við vöknuðum, færum í sömu […]
Svo, þú ert að spá í að fá þér hund…
Að taka að sér hund er stór ábyrgð og 10-15 ára skuldbinding. Það er mikið sem þarf að hugsa fyrir og jafnvel fórna fyrir hundahaldið.
Fyrst ber að hafa í huga að hundur getur ekki verið […]
Styrking við jákvæða hegðun
Ísland er á tímamótum hvað varðar hundaþjálfun. Eins og allt annað þá þróast einnig hundaþjálfun í takt við tímann. Til eru mismunandi aðferðir til að við þjálfun hunda. Til að útskýra aðeins fyrst þá vil […]
Meðmæli
Sara og Bessi
Ummæli
Ég var mjög glöð að finna þjálfunaraðferð fyrir hunda sem byggist á sömu aðferðarfræði og þeirri sem ég nota við að þjálfa hesta. Að hundurinn (og hesturinn) sé rólegur, öruggur með sjálfan sig, treysti manninum, […]
Axel, Sólrún og Móa
Ummæli
Við erum mjög ánægð með námskeiðið hjá HundaAkdemíunni. Bæði við og Móa höfðum gagn og gaman af því. Þjálfunaraðferðirnar voru okkur að skapi og ætlum við klárlega að fara á fleiri námskeið hjá HundaAkademíunni.
Carmen og Yrsa
Ummæli
Við Yrsa tókum þatt á grunnnámskeiði og líkaði okkur mjög vel. Viðmót kennarans var mjög vingjarnlegt og þjálfunaraðferðir sem notast er við eru samkvæmt nýjustu rannsóknum. Við hlökkum til að fara á fleiri námskeið.
Kristín, Álfrún og Mylla
Ummæli
Snilldar námskeið. Ég veit ekki hvor lærði meira ég eða hundurinn. Mæli með þessu námskeiði fyrir alla hundaeigendur.
Rannveig, Birkir og Tinni
Ummæli
Námskeiðið opnaði nýjan heim fyrir mig varðandi hundaþjálfun. Aðferðirnar við æfingar styrkja tengsl og vináttu eiganda og hunds auk þess sem maður kynnist hundinum upp á nýtt. Mæli eindregið með námskeiðinu fyrir alla hunda og […]
Sonja og Doppa
Ummæli
Áberandi þæginlegt viðmót kennara við eiganda hundsins, sem er fyrsti hundur hans. Jafngott fyrir eigandann og hundinn.
Ásta María og Fálki
Ummæli
Mér hefur fundist frábært hvað tímarnir eru einstaklingsbundnir. Að hafa tvo þjálfara með litla hópa er alveg draumur. Ég fékk mikið meira en ég bjóst við út úr námskeiðinu.
Karen og Chili
Ummæli
Er rosalega ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að sækja námskeiðið hjá HundaAkademíunni. Ég og Chili lærðum mjög margt nýtt til að byggja ofan á og bæta enn fremur í framtíðinni. Nútímanlegar og skemmtilegar […]